Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 111

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 111
meðan ég færðist óðum dýpra á kaf. Eg gerði mér ljóst að ég kynni að lenda undir botninum á skipinu og ef til vill í skipsskrúfunni, svo ég neytti nú allra krafta til þess að krafla mig upp. Mér hafði tekist að losa mig úr stígvélunum og ef til vill var það því að þakka og eins hinu að eitthvert loft hefur verið undir sjóstakknum mínum að það tókst. Mér skaut upp og skipverjar á togaranum komu strax auga á mig.“ Magnús lá á lestarlúgunni »Ekki gekk áfallalaust að bjarga mér Um borð. Þeir togaramenn höfðu náð 1 krókstjaka sem var mjög þungur og þegar þeir voru að reyna að krækja í mig tókst ekki betur til en svo að þeir viðbeinsbrutu mig. Loks heppnaðist þeim að krækja í hálsmálið á stakknum og þannig var mér dröslað um borð. Fyrsti maðurinn sem ég kom auga á var Gísli, en honum höfðu þeir getað hjargað fyrstum, og nú kom ég auga á Magnús sem lá á lestarlúgunni. Eíáseta á togaranum tók nú að drífa að °g enn fremur kom stýrimaðurinn þarna og spurði hve margir við Eefðum verið á bátnum. Þegar við gatum sagt honum það hristi hann aðeins höfuðið. Nú var farið með °kkur aftur á og vorum við afklæddir a fírplássinu, en þetta var gamall gufu- togari, byggður 1937. Hann hét Kingston Pearl og var frá Hull, 400 tonn að stærð og hafði verið endur- byggð ur að einhverju leyti.“ Rafn fannst aldrei »Togaramenn gerðu allt sem þeir gátu fytir okkur. Þeir reyndu að koma í °kkur hita með öllum ráðum, báru °kkur toddý og tróðu okkur í þurr föt Sem þó voru öll svo lítil að við vorum eins og strengdir kettir í þeim. Togarinn leitaði hinna í þrjár klukku- stundir og eftir klukkutíma fannst Hörður, og var hann enn með belgina. Við reyndum að koma lífi í hann og reyndum áfram alveg þar til hann var tekinn að stirðna. Það kom í Ijós við læknisrannsókn að hann hafði verið drukknaður þegar við fundum hann. Rafn fannst aftur á móti aldrei, enda voru skilyrði til leitar mjög slæm.“ Óljósar fréttir „Togarinn reyndi að senda tilkynn- ingu um slysið út í gegnum talstöðina, en sú tilkynning var óljós og lengi vissi enginn hverjir komist höfðu af og hverjir ekki. Það var ekki fyrr en samband náðist við varðskip sem það tókst og biðu menn því á Suðureyri milli vonar og ótta efitir nánari fréttum. Til dæmis frétti konan mín, Olga Guðmunds- dóttir, það úti á götu hvernig farið hefði, en vissi ekki um hvort ég væri meðal þeirra sem björguðust. Ég hafði kvænst í desember og við nýlega eignast okkar fyrsta barn og það reyn- di ég að það er satt sem sagt er að í lífs- háska svífi liðin ævi fyrir hug- skotssjónum manna, því einmitt þetta leitaði sífellt á mig meðan ég barðist fyrir lífinu í sjónum. Kingston Pearl lá í þrjá daga á Isafirði meðan sjópróf fóru fram og man ég að skipstjórinn var mjög niðurbrotinn, sem og okkar skipstjóri Gísli Guðmundsson. Útgerð togarans mun hafa þurft að greiða tveggja milljóna króna tryggingu áður en togarinn fékk að halda út að nýju og var það mikið fé þá. Við skipbrotsmennirnir fengum nokkrar bætur fyrir vertíðartap og fleira, þótt langan tíma tæki að ná þessu út. Þau urðu endalok Kingston Pearl að ári síðar á mjög svipuðum slóðum og slysið varð, kom upp eldur í honum og var hann dreginn alelda til ísa- fjarðar. Þar var loks slökkt í honum, en áhöfnin hafðist við í brúnni þar til landi var náð.“ Aftur á sjó „Þegar Súgfirðingur var farinn var engan bát að hafa í hans stað og var ég því í landi um hríð eða þar til ég réð mig loks á mótorbátinn Ölduna með þeim Guðmundi Magnússyni og Páli Janusi. Ég bjó á Súgandafirði á árunum 1948 til 1963 þegar ég fluttist til Reykjavíkur og var ég stöðugt við sjó- mennsku, síðast á hafrannsóknaskip- inu Hafþóri, en þar byrjaði ég 1968 og var þar í sjö ár. Súgandafjarðar og Súgfirðinga minnist ég alltaf með ánægju og kannske eftirsjá. Þar býr gott fólk í fagurri byggð.,, Atli Magnússon ýJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.