Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 23

Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 23
EIMREIÐIN VIÐ LÍKBÖRUR 9 Nú kveður hann ekki framar ljóð sín um sólina, sem skín yfir landið, né stjörnurnar, sem blika á himninum, og norðurljósin, né dalina, fossana og fagrar sveitir og ekki um sandana og sæinn. Hann hefur kveðið öll sín ljóð — og alt er orðið hljótt. En vér eigum Sögur og kvæði, Hafblik, Hrannir, Voga og Hvamma. Um þenna arf, sem hann gefur oss, Ijóðin, sem hann lætur oss eftir, sagði hann: „Mitt verk er, ]>á ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, i dut't ]>itt grafið, mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig ]>inn vafið. En insta hræring hugar míns hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran, endurheimt í hafið.“ Vér eruni einhuga um að þakka þenna arf. Lærðir menn og bókmentafræðingar þakka hann, öll alþýða íslands þakkar hann. Ég framher þær þakkir fyrir þúsundir manna, sem í l'jarlægð eru, út um allar bygðir lands vors. Ríkisstjórn Islands hefur fyrir hönd þjóðarinnar sýnt þakk- læti sitt við kveðjurnar, og fer vel á því. Jarðneskar leifar hans verða fluttar á þann stað, sem allri þjóðinni er helgastur og kærastur. Það mun ekki draga úr helgi staðarins á ókomn- um öldum, að bein hans liggja þar. — En vér hugsum ekki Um Einar Benediktsson i gröfinni. Hann er farinn yfir hafið. >.Og eilifð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum.“ í fögru kvæði, er hann orti um móður sína, sem hann unni nijög og sem hann sagði, að hefði átt þann barm, „sem alt kunni að fyrirgefa“, segir hann: „Nú er ég kominn af hafi.“ Já, kominn heim. Og það er gott. Því sjúkur var hann, og sálin þreytt. Hann þakkar íslandi og þjóð sinni, þakkar alt vinhlýtt og gott, þakkar hjúkrandi hönd, þakkar ættmönnum, ástvinum sínum nær og fjær, og biður þeim blessunar. Og nú rennur upp fögur sól, miskunnarrík, fögur sól guðs. Eaðmurinn bjarti og sterki er útréttur — og ber hann heim upp i eilífa daginn. „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvild.“ — Það hefur dagað yfir draum anda hans, því að hann er risinn frá nóttu í eilífan dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.