Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 23
EIMREIÐIN
VIÐ LÍKBÖRUR
9
Nú kveður hann ekki framar ljóð sín um sólina, sem skín yfir
landið, né stjörnurnar, sem blika á himninum, og norðurljósin,
né dalina, fossana og fagrar sveitir og ekki um sandana og
sæinn. Hann hefur kveðið öll sín ljóð — og alt er orðið hljótt.
En vér eigum Sögur og kvæði, Hafblik, Hrannir, Voga og
Hvamma. Um þenna arf, sem hann gefur oss, Ijóðin, sem
hann lætur oss eftir, sagði hann:
„Mitt verk er, ]>á ég fell og fer,
eitt fræ, mitt land, i dut't ]>itt grafið,
mín söngvabrot, sem býð ég þér,
eitt blað í Ijóðasveig ]>inn vafið.
En insta hræring hugar míns
hún hverfa skal til upphafs síns,
sem báran, endurheimt í hafið.“
Vér eruni einhuga um að þakka þenna arf. Lærðir menn og
bókmentafræðingar þakka hann, öll alþýða íslands þakkar
hann. Ég framher þær þakkir fyrir þúsundir manna, sem í
l'jarlægð eru, út um allar bygðir lands vors.
Ríkisstjórn Islands hefur fyrir hönd þjóðarinnar sýnt þakk-
læti sitt við kveðjurnar, og fer vel á því. Jarðneskar leifar
hans verða fluttar á þann stað, sem allri þjóðinni er helgastur
og kærastur. Það mun ekki draga úr helgi staðarins á ókomn-
um öldum, að bein hans liggja þar. — En vér hugsum ekki
Um Einar Benediktsson i gröfinni. Hann er farinn yfir hafið.
>.Og eilifð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum.“
í fögru kvæði, er hann orti um móður sína, sem hann unni
nijög og sem hann sagði, að hefði átt þann barm, „sem alt
kunni að fyrirgefa“, segir hann: „Nú er ég kominn af hafi.“
Já, kominn heim. Og það er gott. Því sjúkur var hann, og sálin
þreytt. Hann þakkar íslandi og þjóð sinni, þakkar alt vinhlýtt
og gott, þakkar hjúkrandi hönd, þakkar ættmönnum, ástvinum
sínum nær og fjær, og biður þeim blessunar.
Og nú rennur upp fögur sól, miskunnarrík, fögur sól guðs.
Eaðmurinn bjarti og sterki er útréttur — og ber hann heim
upp i eilífa daginn. „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og
þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvild.“ — Það hefur
dagað yfir draum anda hans, því að hann er risinn frá nóttu í
eilífan dag.