Eimreiðin - 01.01.1940, Page 24
EIMREIÐIN
Sveinn Sigurðsson:
„Og það fór þytur um krónur trjánna44.
Til er málverk, eftir Böcklin, sem heitir Lundurinn helgi:
Há skuggasæl tré. Dimmblá skógartjörn. Blómskrýdd grund.
Fórnareldur logandi á altari. Þrjár hvílklæddar verur krjúpa
á jörðinni frammi fyrir fórnarloganum. En aðrar sex ganga
hljóðlátlega og með tiginni ró um hin hlómskrýddu skógar-
göng, að hinum heilaga hörg.
í fornurn goðsögnum er getið um slíka staði, þar sem fjar-
lægðin milli guða og manna minkaði — og hvarf jafnvel í svip.
Þar auðnaðist dauðlegum mönnum stundum að sjá og skynja
með augum sjálfra guðanna. Undir goðsvarseikum hinna
helgu lunda hafa himnarnir opnast og andinn svifið með
reykelsisilmnum frá altarisglæðunum upp í svimháar víddir.
Þannig urðu opinberanir til, og þannig veittist skáldum og sjá-
endum náð til að mæla af vizku og speki til fólksins.
Skáldkonungur íslenzku þjóðarinnar, Einar Benediktsson,
hefur lokið jarðvist sinni. En eftir eru ljóð hans sem lifandi
vitnisburður um aðra vist, er hann gisti langdvölum i lundi
hinna helgu véa. Á þá fundi fór hann í hátíðabúningi — og
með hátíð í huga. Þangað mátti ekkert óhreint berast. Þar lifði
hann allan unað og trega, kafaði leyndardóm lífs og dauða
og lýsti í háttbundnu Ijóði. Þar varð þjóð hans að öndvegis-
þjóð og land hans að fegursta og farsælasta blettinum á þess-
ari jörð. Þaðan gaf hann þjóð sinni hlutdeild í sínum stór-
fenglegu skáldsýnum.
„Ég byrgist við runnalimið lágt.
f lognkyrð öll lilíðin glitrar.
Sólin sér hallar frá hádegisátt.
Ég lilusta á skógarins andardrátt,
og ilmhylgjan um mig titrar.“
Svo fagurt var umhverfis hann í heimi hans stóru drauma.
Andstæðurnar í lífi Einars Benediktssonar voru miklar og
þjáningin stundum sterk. Svo fer þeim ætíð, sem eiga hvassa