Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 25
eimreiðin OG I>AÐ FÓR ÞYTUR UM KRÓNUR TRJÁNNA
11
sjón, mikið innsæi, skilning — og þor til að prófa alt, kanna
alt. En í öllum hamförum hans viðburðaríka lífs og rammeflda
anda var ein þrá öllu öðru sterkari. Hann hefur sjálfur lýst
henni í einu af sínum fegurstu kvæðum:
„Hve sælt, live sælt að liða um hvolfin heið
með lireina, sterka tóiia — eða enga,
að knýja fjarri öllum stolta strengi,
að stefna liæst og syngja bezt i dcyð,
að liefja rödd, sem á að óma lengi
í annars minni, ]>ó hún deyi um ieið.
Er nokkur æðri aðall hér á jörð
en eiga sjón út yfir hringinn þröngva
og vekja, knýja hópsins blindii lijörð
til hærra lifs, til ódauðlegra söngva."
Slík var þrá hans, hins nýhorfna söngvasvans. Þessa þrá
fékk hann uppfylta. Þegar hann sló hörpuna, voru tónarnir
hreinir og sterkir. I lundinum helga vann hann sitt dýra hlut-
verk. Og þegar hin himinborna dís óðlistarinnar yfirskygði
hann, í allri sinni tign og fegurð, þá urðu teikn á jörðu, og
það fór þytur um krónur trjánna, sem varpaði unaði inn i
hugi mannanna og hjörtu. í þeim arfi, sem hann hefur skilið
þjóð sinni eftir, á hún þann aðdynjanda sterkviðris andans, sem
knýja mun til æ fegurra og máttugra lífs. Við lestur Ijóða hans
hefur margur fundið í fyrsta sinn snertinguna af skáldgyðj-
unnar volduga væng.