Eimreiðin - 01.01.1940, Page 26
ISIMIIEIÐIN
Skj álfandaflj ót.
Eftir Pórodd Guðmiindsson frá Sandi.
Á morgni alda um auðnir kaldar
áin sér markar fvrstu braut
í æsku sinni — og afrek vinnur,
auðnast að sigra marga þraut.
Hún þróast og vex í vorflaumaróti
og verður að stærðarfljóti.
Um dalinn þú liðast í ljóshvikri iðu,
í lygnum álum við hraun og sand,
hjá sílgrænum bökkum og sandeyrum dökkum.
Þér sækist þinn vegur um Norðurland
frá jökulrótum að söltu sogni,
er sindrar í stafalogni.
Ég veit um hlýrri, höfugri, dýrri
hörputóna í elfarnið,
með fleiri litum og fegra gliti,
fossadrunum og léttum klið.
En goðborið vald þitt mér gleymist ekki,
þú göfgasta fljót, sem ég þekki.
Því ljóssins vættir og miklu mættir
þér miðla stórgjöfum ár og síð.
f straumaflúðum og fossaúða
eru fyrirheit þín um nýja tíð,
þá óskráðar vonir og óskir rætast,
en ófrelsisraunir bætast.
Ég man þig elfur og altaf skelfist
þín átök, vatnsflaum og þunga gný,
er loftin hlána og hnjúkar blána