Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 28
14
SKJÁLFANDAFLJÓT
EIMHEIÐIN
En upp muntu rísa í ríki dísa
á röðulvængjum. — Sem endurfædd
á sérhverju vori sviflétt í spori,
sjngjandi lífi og orku gædd
áfram þú heldur, þótt aldirnar deyi,
á einum og sama vegi.
Og kynslóðir fæðast. En framtíðin klæðist
í fjarrænan, gullofinn töfraserk,
með blys í hendi og blómavendi,
brosandi, fögur og sigursterk,
útskaga vermir og afdali svarta
með eldi frá landsins hjarta.
Lítil saga um líf og dauða.
Eftir Póri Bergsson .
Frú Pálína var ein af þessum konum, sem heilsuleysi hrjáir.
— Hvorki hún sjálf né nokkur annár vissi eiginlega hvað að
henni var í það og það skiftið, það var svo ótal margt. En víst
var um það, að hún var margsinnis á sjúkrahúsum og hress-
ingarhælum, bæði utan lands og innan, um tuttugu ára skeið.
Hún hafði verið skorin upp oftar en einu sinni eða tvisvar,
dvalið langdvölum í Sviss, Ítalíu, svo maður nú ekki tali um
Danmörku. En auk þess var hún gift Sigurði stórkaupmanni
Stafholt og átti tvö börn, og öll elskuðu þau hana og báru á
höndum sér, hæði utan lands og innan. En þegar hún virtist
hafa yfirstigið eina veikindapláguna, leið aldrei á löngu þai'
til önnur dundi yfir. Þessi góða kona var síhrakin og kramin
undir þungu oki heilsuleysisins, læknar og meðöl voru hennar
daglegt brauð, tímum saman, kvalir og kvíði hennar fvlgi-
íiskar. En hún átti létt skap, og þegar af henni bráði, var hún
hrókur alls fagnaðar. Það gat verið svo, að annan daginn la
hún sárþjáð undir læknishendi, en hinn daginn sat hún, Ijóm-