Eimreiðin - 01.01.1940, Side 29
eimreiðin
LÍTIL SAGA UM LÍF OG DAUÐA
15
andi af lífsgleði og kæti, í samkvæmi á Hótel Borg, eða ók sjálf
í hinum snotra, litla bil sínum austur að Laugarvatni. — Ýmsir,
eða, réttara sagt, ýmsar áttu erfitt með að skilja þetta, eða vildu
ekki skilja það. Frú Pálína Stafholt var talin móðursjúk og
óhemjuleg, og vinkonur hennar, sem yfir henni sátu á sjúkra-
heði hennar, í heimahúsum eða á sjúkrahúsum, gátu oft ekki
að því gert, að þær hreint og beint öfunduðu hana af þessu
dæmalausa heilsuleysi, sem kom svona oft, en batnaði svona
tljótt, þrátt fyrir hið versta útlit. Því þetta heilsuleysi frú
Bálínu hélt henni stöðugt á dagslcrá, meðal vinkvennanna. Þær
gatu, með nærri því vissu millibili, á hverjum morgni, hringt
hver til annarar og annaðhvort sagt tíðindi af hinum þáver-
andi banvæna sjúkdómi hennar eða spurt tiðinda um hana.
hað var vissulega spennandi að hafa þessa glaðværu og góðu
honu, sem dauðinn virtist stöðugt vera að leika sér að, eða
glíma við, árangurslaust, fyrir umræðuefni, tímunum saman.
Þá var það einn morgun, snemma, að hringt var i síma hjá
fl'ú Diddu Gríms. —
»Halló,“ sagði frú Didda Gríms.
»Það er ég,“ var svarað, „þekkirðu mig ekki? Dúlla. Hefurðu
heyrt það?“
>.Nei,“ svaraði frú Didda Gríms. „Hvað?“
»Pálína er dáin.“
Biddu Gríms varð svo mikið um fregnina, að hún kom engu
Cl'ði upp í nokkur augnablik.
„Þú segir það ekki!“ sagði hún svo, „hún Pálína, sem var
aÞ’eg frísk í afmælisveizlunni hans Markúsar Markússonar
Pi’olessors fyrir nokkrum dögum og fór svo upp í Borgarfjörð
eða norður í land í skemtiferð."
„Það er nú samt svona, góða mín.“
„^g hvenær dó hún? Kom nokkuð fyrir?“
„Nei, nei, það kom ekkert fyrir — nema þetta, að hún dó.
hafði legið í þrjá daga.“
„Mér finst þetta alveg ótrúlegt," sagði frú Didda, „að hún
skuli vera dáin. Hún var þó húin að lifa meira af en þetta, finst
1T*ér bara. Lá þrjá daga, segir þú, og sjálfsagt ekki mikið veik,
lyrst enginn hel'ur frétt um þetta. Úr hverju dó hún?“
„Hjartað hafði bilað.“