Eimreiðin - 01.01.1940, Side 31
EIJl REIÐIN'
Endurheimt íslenzkra skjala
og gripa úr söfnum í Danmörku.
Eftir Gísla Sveinsson, sýslumann.
Á Alþingi 1938 var, i sameinuðu þingi og af hálfu allra
flolcka, borin fram tillaga til þingsályktunar, er síðan var sam-
hykt í einu hljóði, svolátandi:
„Aljnngi ályktar aff skora á ríkisstjórnina að taka nú þegar
UPP sainningaumleitanir viff hlutqðeigandi stjórnarvöld í
Danmörku um, að afhent verffi hingaff til lands öll islenzk
handrit og önnur skjöl, sem jnjffingu geta haft fyrir þjóðlif
°9 mentalíf íslendinga, svo og islenzkir forngripir, sem enn
ei'n i dönskum söfnum og þangað hafa komist á liðnum tim-
um.“
Ettir að hafa tekið við þessari þing'sályktun, fól ríkisstjórn-
lri islenzka hluta sambandslaganefndarinnar að fara með
málið og gera um sinn tilraun til þess að koma þvi á fram-
i*ri með samningum í nefndinni, þar sem Danir áttu einnig
s»ti, enda höfðu þessi atriði fyr meir verið þar til meðferðar.
Málið var síðan reifað á fundum sambandslaganefndar-
lr>nar dansk-íslenzku hér heima i fyrrasumar (1938), en því
Var tekið með nokkurri þverúð af dönsku nefndarmönnun-
Ullr flestum, svo að lítt miðaði því þá áleiðis. Al' ýmsum á-
staeðum, er fram komu utan fundanna, þótti rétt að taka það
nttur til úrslitameðferðar á fundum nel'ndarinnar í Dan-
Jnörku í sumar sem Ieið, og hafði það nú fengið enn frek-
Uri undirhúning að tilhlutun íslenzku ríkisstjórnarinnar. Urðu
1 baeði skiftin allmiklar umræður um málið í nefndinni, en
saineiginleg niðurstaða fékst ekki. íslenzki nefndarhlutinn
risaði málinu til beggja ríkisstjórna, íslands og Danmerkur,
t*t þess, ef verða mætti, að útkljást þar og þeirra í millum,
nieðfram eftir stjórnmálalegum samningaleiðum, en án alls
rettarafsals, en danski hlutinn samþykti að fela stjórnar-
Uefnd Árna-Magnússonar safnsins í Ivhöfn að fara með málið,