Eimreiðin - 01.01.1940, Side 32
18
ENDURHEIMT ÍSLENZIvRA SKJALA OG GRIPA
eimreibin
að því lej'ti sem til tals gæti komið að skila til Islands, í viðbót
við það, sem áður hafði verið afhent, einhverjum tilteknum
skjölum. Þetta töldu íslendingarnir gersamlega ófullnægj-
andi, þar sem krafist væri fullra og endanlegra skila á skjöl-
um og gripum, og mótmæltu þeir því þessari aðferð. Þess má
hér geta, að þegar jietta atriði málsins kom lil athugunar á
næsta fundi Árnanefndar, þá var því lýst yfir af hálfu ís-
lenzku stjórnarnefndarmannanna þar, að þeir óskuðu ekki
að sinna málinu á þessum grundvelli, sem var í samræmi við
vilja íslenzku sambandslaganefndarmannanna.
Er nú mál þelta komið aftur i hendur íslenzku ríkisstjórn-
arinnar, eftir þessa atrennu í nefndinni, og á ríkisstjórnin nú,
samkvæmt tilætlun Alþingis og vafalaust að vilja allrar þjóð-
arinnar, að koma málinu á rekspöl, eins og áður er greint, unz
yfir lýkur. Má búast við enn, að Danir verði ófúsir um sinn
til „útláta“, því að það hefur oftast verið þeirra mein, að þeir
skilja seint réttmætar kröfur og óskir íslendinga, þótt þeir
séu reyndar einnig smáþjóð í hlutfalli við aðra.
Þetta merkilega mál alt — sem að vísu er þektast undir
einu nafni: „Skjalaheimtumálið", þar eð forngripanna gætir
minna í umræðum — hefur hingað til of lítið verið kynt al-
menningi á íslandi, þótt eðlishvötin hafi vísað þjóðinni lil
fylgis því. Mun ég nú gera tilraun til þess að greina hér aðal-
atriði þess og þýðingu, en um höfuðdrætti málsins hef ég
einnig nýlega flutt erindi í útvarpinu.
Eins og kunnugt er, komust á liðnum öldum og með ýnis-
um hætti mörg hinna dýrmætustu handrita, sem til voru í
eigu islenzku þjóðarinnar, svo og önnur merk skjöl og em-
bættisbækur héðan af landi, til Dnnmerkur og i ciönsk söfn
aðallega. Sumpart komu þau frá opinberuin stofnunum hér,
svo sem biskupssetrunum o. fl„ eða úr einstakra manna eign!
og stundum hét það svo, að þau væri „gjöf“ til konunganna,
eða safnendur hefðu gefið verð fyrir, eða jafnvel aðeins
„lánað“, svo sem ekki sízt átti sér stað um hinn ágæta safnara
Árna Magnússon, o. s. frv.
Lík var saga íslenzkra forngripa og minjagripa, er aflað var
héðan af landi fram á síðari tíma, úr kirkjum og annarsstað-
ar að, og flutt til Danmerkur, og eru enn í söfnum þar.