Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 34
20
ENDURHEIMT ÍSLENZKRA SKJALA OG GRIPA eimreiðin
arsonar (um minjagripina). Og enn fleiri hafa um þetta rit-
að nokkuð, þar á meðal próf. Guðbrandur Jónsson (sjá Eimr.
1937, bls. 78—95). En árangur þessara samþykta Alþingis, sem
getið hefur verið, og þeirra framkvæmda, er á komust í þess-
um efnum samkvæmt þeim eftir beinum og óbeinum leiðum,
varð nú nokkur, þótt slitrótt gengi. Þó urðu aðgerðirnar ekki
nándár nærri til hlítar.
Endurheimt skjala úr dönskum söfnum, og eins kröfurn-
ar um skil á minjagripum íslenzkum, hafa eins og eðlilegt er,
ávalt við og við lcomið nokkuð til kasta sambandslaganefnd-
arinnar, bæði hjá hinum íslenzku og hinum dönsku nefnd-
armönnum. — Samkvæmt tillögunni frá 1924 var einum fróð-
asta manni í þessum efnum hérlendum, dr. Hannesi Þor-
steinssyni heitnuin þjóðskjalaverði, falið að vinna að skjala-
heimtunni, og varð það síðan úr, að 1926 var skilað hingað
þeim skjölum, er komið hafa, bæði úr Arnasafni og Ríkis-
skjalasafni Dana. Um skil á forngripum samkvæmt ályktun-
inni 1925 varð gangurinn sá, eftir þvi sem þjóðminjavörður
skýrir frá: Málið var í upphafi fengið í hendur sambandslaga-
nefndinni, og setti hún 1926 undirnefnd til þess að athuga
það. Varð síðan niðurstaða allrar nefndarinnar sú — sem
ríkisstjórnin íslenzka félst á —, að málið skyldi um sinn leyst
sem kalla mætti á „hagsýnan“ hátt, hvað sem hinum gagn-
gerðu kröfum liði, og var þá af þjóðminjaverði voruin gerð
skrá 1927 uni þá gripi í Þjóðminjasafni Dana (National-
museet) í Kaupmannahöfn, sem hingað ætti undir öllum at-
vikum að skila, og voru það 178 munir af nálega 600 mun-
um, sem til greina mættu koma, en ekki vildi forstöðumaður
danska safnsins fallast á, að afhentir yrðu fleiri en 105 munir.
Lenti þá nokkuð í þófi, og gekk málið um liríð fram og aftur
milli stjórnarvalda og nefnda, þar til 1930 að stjórn Dana réði
fram úr því fyrir sitt leyti, og var þegið það, sem þá var i
boði, en það urðu samtals 121 munir, en þó voru eftirskildir
64 af þeim 178, sem áður hafði sérstaklega verið krafist, og
eru þeir enn í safni Dana, auk margra annara. Má meðal
þeirra nel’na t. d. 22 að tölu, sem komnir eru úr kirkjum
hér á landi, 21 margskonar dýrmæti (svo sem gamalt kven-
silfur) og 10 gömul drylckjarhorn afarverðmæt; ennfremur