Eimreiðin - 01.01.1940, Side 37
eimheiðin ENDURHEIMT ÍSLENZKRA SKJALA OG GRIPA
23
fyrii' íslenzkum fræðum erlendis hefur yíirleitt farið mjög
vaxandi síðan háskóli var stofnaður á íslandi, og má óhætl
fuilyrða eða er alveg vitað, að íslenzkudeild hans á sinn
mikla þátt í þessu öllu.
Þegar háskólinn flytur inn í hina nýju, eftirvæntu bygg-
ingu sína, á islenzkudeildin, að því er talið er, bezta bóka-
safn í íslenzkum fræðum, sem nokkur háskóli á um víða
veröld, og telja fræðimenn, að áætla megi bindatölu 30—40
þúsund, en í þessu safni eru hinar miklu gjafir, er háskól-
anum hafa hlotnast frá éinstökum mönnum, innlendum og
erlendum lærdómsmönnum. Og hin nýja háskólabygging
verður nógu rúmleg til geymslu og full-örugg til varðveizlu
allra hinna dýrmætustu skjala, eigi miður en t. d. sleinhús í
Kaupmannahöfn, sem engin eru i raun og veru „sprengju-
held“, svo að benl sé á eitt af því, sem nú getur grandað verð-
mætum. En yfirleitt mun nú ekki verða sagt, að í ófriði í þess-
ari álfu sé mönnum og munum óhættara eða betur borgið í
ifanmörku heldur en á íslandi. — Hér við bætist, að verið er
nú að gera gangskör að því af hálfu ríkisins að koma öðrum
söfnum fyrir í stóru steinhúsi í Reykjavik, og er líklegt, að
þar verði yfrið rúm, ef á þarf að halda. — En af því, sem
hér hefur verið rakið, er ljóst, að því er sjálfan háskólann
snertir, að hann eignast brátt einnig öll ytri skilyrði, bæði
um húsnæði og bókakost, til þess að verða höfuð-miðstöð
Rllra islenzkra fræða í heiminum, eins og honum hei'ur verið
ætlað.
Þegar litið er á það, að öll íslenzk handrit á Landsbóka-
safninu — sem eru nálega 8000 — eru frá síðari öldum, eða
18- og 19. öld, en ei'lendis eru ennþá 4—5 þús. handrit og sum
f°rn, verður skiljanlegt, að góðuin mönnum þykir nauðsyn-,
legt að vinna að því að fá sem flest þeirra heim, einkum þau
handrit, er verulegt gildi hafa fyrir íslenzka vísindastarfsemi.
'— ÖIl helztu handrit af íslendingasögum, Grágás, Eddu-
kvæðin, ásaint öðrum fróðleik, eru í Kaupmannahöfn í Árna-
safni og í Konungsbókhlöðu, þótt nokkur merkileg handrit séu
einnig í Sviþjóð. í Árnasafni teljast vera nál. 3000, í Konungs-
hókhlöðu um 1300, í Svíþjóð milli 300 og 400 handrit, og nokk-
Ur önnur eru í Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi.