Eimreiðin - 01.01.1940, Page 45
eimheiðin
LAUGAHVELLIR OG KRINGILSÁHRANI
31
hverahrúður-breiðu þessa
um 30 faðma langa, 40
faðma breiða og tveggja
til þriggja faðma þykka.
Virðist jarðhiti enn vera
allmikill á þessum slóð-
um. Var kafgresi á tún-
inu og blómgresi víða í
árgilinu.
Fjöllin umhverfis Laug-
arvalladal eru blágrýtis-
fjöll, en nijög sandorpin
°g mikið lausagrjót ofan
á þeim. Eru þar i blá-
grýtislögunum einkenni-
lega fallegir stuðlar, háir og grannir. Segist Þorvaldur
I horoddsen hafa séð „einkennilegan hestastein" á hlað-
inu á Brú á Jökuldal, „3x/2 álna basaltsúlu úr Laugarvalladal“.
' í túninu á Laugarvöllum fundum við fallegan stuðul ámóta
langan þeim, er Thoroddsen nefnir, og hefur hann sennilega
verið hestasteinn, er búið var þarna. Nú var hann fallinn og
sokkinn í jörð, svo að rétt örlaði á honum. Við reistum hann
Upp á túnbarði þar rétt hjá, grófum lítið eitt fyrir honum og
skorðuðum hann vel. — Mætti steinn þessi vel vera minnis-
Hestasteinninn á Laugarvöllum.
Minnisvarði lieiðarbýlisins.
varði eyðibýlisins Laugarvalla og bónda þess, er þar bjó. Því
að ósvikið stuðlaberg og rammíslenzkt, að ætterni og kynfestu,
hlýtur að hafa verið í mönnum þeim, er þannig buðu byrginn
°Hum hinum mestu örðugleikum, sem land vort hefur haft upp
a að bjóða sameiginlega: einveru, fjarlægð og vegleysum og
niisseralöngu vetrarriki öræfanna.
íslenzk náttúra er ærið dutlungasöm. Hún getur verið
eins og sviphart og kuldalegt andlit, þar sem í einu bregður
fyrir björtu og hlýju brosi, er birtir fegurð sálarinnar undir
hjarni yfirborðsins. Mikil viðbrigði eru að koma af gróður-
snauðum öræfunum, eftir að Möðrudals-haglendi þrýtur, upp
a Þorláksmýrar og Kringilsárrana, sem eru efsti hluti Brúar-
öræfa og hvorttveggja hið prýðilegasta haglendi. Þorláksmýrar
eru efri hluti hinnar miklu spildu milli Sauðár og Kringilsár