Eimreiðin - 01.01.1940, Page 46
32
LAUGARVELLIR OG KRINGILSÁRRANI
EIMUEIÐIN’
og niður að Jökulsá
á Dal. En Kringils-
árrani er liinn
mikli þríhyrningur
milli Kringilsár,
Jökulsár og Brúar-
jökuls. — Þar sem
við tjölduðum á
bökkum Kringilsár
Sauðarfellsmegin,
var gróður óvenju
mikill og fjölskrúð-
ugur. í árgilinu voru
t. d. feiknin öll af
bláberjum, stórum
og velþroskuðum,
eins og niðri í sveit.
Mátti á þeim slóð-
um sjá flest alt það,
sem íslenzkt gi’óð-
urríki hefur feg-
urst upp á að
bjóða: „Blágresið
blíða, berjalautu
væna“, — og „fífilbrekku, gróna grund“ engu síður en „flóa-
tetur, fífusund“. Og alt er þetta langt inni á öræfum skamt
frá jökulbrúninni. — Áþekkur er einnig gróðurinn í Kringils-
árrana, sérstaklega í neðri hluta hans. Efri hlutinn er óðurn að
gróa upp, og er þó tiltölulega skamt síðan hann lá undir jökli-
Hinum megin við Jökulsá taka Vesturöræfin við. Og ei'st á
fjalllendisbungunni gnæfir Snæfell, fagurt og tignarlegt. Er
það enn fegurra að vestan séð en að austan. Virtist mér það
eigi síður fagurt nú en fyrir fullurn 30 árum, er ég sá það þrá-
sinnis frá Smjörvatnsheiði og víðar að og kvað þá m. a.:
Töfral'oss í Ivringilsá. Fossinn er skírður af þeiin
félögum, Hclga Valtýssyni og Eðvarði Sigurgeirs-
syni, og mun ekki áður liafa verið ljósniyndaður.
. gnæfir Snæfell geysihátt,
gullnir lokka straumar falla;
sólskinslivítt og sumarblátt
sézt það yfir heiði alla.11