Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 47
EIMREIÐIN'
í hamingjuleit.
Eftir Indriða Indriðason.
[Höfundur eftirfarandi sögu, Indriði Indriðason Þorlcelssonar á Syðra-
^jalli í Aðaldal, hefur áður ritað nokkrar smásögur. Smásögusafn eftir
hann kom út árið 1930 undir nafninu Örlög. —- Ritstj.]
I.
„... Svona er þetta blessað líf.“
Það var fyrsti dezember 1938,
tuttugu ára afmælishátíð íslenzlcs
sjálfstæðis, —■ og það var þá líka
veður. Það var þess kyns veður, sem
Reyltvíkingar kannast svo vel við,
þegar það mætir þeim við eitthvert
götuhornið. Það smýgur inn undir
hálsmál og trefla og veldur ónota
skjálfta í hálsakotinu og alla leið
niður i tær; og fólkinu finst það vera
berfætt. Þetta var háíslenzkur norðanstormur með fimm stiga
fr°sti, kominn beint úr hríðaréljunum, sem grá-kembdi fram
af Esjunni. Stormurinn hvirflaði ryki og sóti síðastliðins árs,
asamt mold og sandi, bréfarusli og öðru, er til félst, upp í
skilningarvit fólksins, sem strjálaðist niður að Austurvelli úr
aflíðandi hádegi.
^að hafði verið lofað hornablæstri á Austurvelli, og svo átti
að ilytja ræðu af svölum Alþingishússins í tilefni af hinum
bátíðlega degi. Þetta langaði fólkið til þess að heyra, jafn
nauða-hversdagslegt og hvorutveggja hlaut að teljast fyrir
llnga og gamla. En þetta var nú einu sinni einn af þeim dög-
Unú sem eru merkilegir og koma þess vegna aldrei aftur.
Það var fremur fáment við Austurvöll. Fyrir framan Al-
Þ'ngishúsið stóð allstór hópur, er beið ræðumannsins, en um-
i-v crfis völlinn eltu aðrir sjálfa sig í sífellu. Þess á milli
skauzt fólkið undir húsveggi og inn í dyraskot. Það stóð í
3