Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 48
34
f HAMINGJULEIT
EIMREIÐIN
höm og gretti sig, ólundarlegt á svipinn. Því var kalt, — og
þetta var eldíi svo ýkja-merkilegt eftir alt saman.
Ræðumaðurinn, er mæla skyldi fyrir minni dagsins, kom
ekki út á svalirnar. Hann stóð innan við dyrnar, er lágu þar
út, og hélt þaðan ræðu sína. Sjálfstæði hans hafði ekki vegið
á móti hinni einbeittu veðurátt, er kom af norðurfjöllum og
blés yfir tómlegar götur og sótug þök, en þó sér í lagi og sí-
feldlega upp á þessar áveðra svalir. Hann hóf máls á hvað
unnist hefði með sjálfstæði þjóðarinnar, og hversu langt
fólkið væri komið á þroskabraut hins margvíslega sjálfstæðis.
Það væri ekki nóg, að þjóðin væri kölluð sjálfstæð, fólkið
þyrfti að keppa að andlegu sjálfstæði, það væri undirstaða
allrar menningar og frelsis. En stormurinn var bitur, og hin
byljótta og sundurslitna rödd, er kom úr gjallarhornunum,
skall á kuldaþrútin eyru hins margvíslega ósjálfstæða fólks,
eins og slitróttir dropar, er falla úr götóttri rennu niður á
frosna stétt.
jj „Ég veit ekki hvað segja skal,
----ég sit hér hara og spyr.“
Eiríkur Karlsson ypti öxlum, ók sér og hafði fótaskifti. Þetta
var annars meiri helv.... kuldinn, — og hvað var hann að
gera hér. Hann ætlaði þó ekki að fara að verða sér úti um
lungnabólgu með því að standa hérna. Hvað hafði hann búist
við að heyra? Liklega ekki neinn fagnaðarboðskap. Ónei,
hann hafði rent grun í, hvers væri að vænta. Það var ekkert
annað en þetta venjulega þvaður, sem var svo auðvelt að sla
fram, svona út í loftið. Það var bezt að hafa sig heim. Hér var
ekkert að gera. ... Hann hafði svo sem vitað, að það var bara
vitleysa að vera að fara út í þetta heiftarrok til þess arna. En
einhvern veginn varð hann að drepa tímann, — og auk þess,
þá hafði einhver snertur af gömlum barnaskap ýtt undir
hann. Hann hafði svo sem hugsað nóg um sjálfstæðið, þegar
hann var strákur heima í Selási, en það leit altsaman öðru-
visi út nú á dögum. Nú vissi hann, að sjálfstæðið var á góðri
leið að fara í hundana, ef það hafði nokkurntima verið annað
en------ómerkilegt mýrarljós, er logaði í fúa-feni auðvalds-
hyggjunnar, sem grandvaralaus alþýða elti og áleit helgan eld,