Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 51
eimiíeiðin
í HAMINGJULEIT
37
um haustið, en það var ómögulegt að Nera að beygja sig undir
svona óréttlæti, svo Eiríkur ákvað að fara. Og þegar faðir
hans aíssí það, sagði hann að Eiríkur mætti ekki ímynda
sér, að hann ætlaði að halda honum heima, hann gæti farið
ef hann vildi það endilega. Það var eins og hann héldi að
hann réði yfir Eiríki, eða eitthvað þvíumlíkt. Nei, það var
nú ekki hreint. Hann hafði farið raldeiít að heiman og í síld-
ina fyrsta sumarið og gert það gott. Svo kom hann hingað
suður um haustið, og þá hafði hann náttúrlega slegið dálítið
um sig,------en það þurfa allir að hlaupa af sér hornin ein-
hverntíma, og slíkt var alt saman fyrir bi. Svo voru aurarnir
farnir um miðjan vetur, og þá fór hann til Eyja á vertíð. Næstu
úrin fór hann svo milli verstöðvanna og vann oft mikið, — —
°g hafði líka oft upp mikið kaup. En það voru mörg útgjöld
við þennan flæking, sem hægt var að komast hjá, ef altaf var
dvalið á sama stað. Þetta var raunar fjárans vitleysa að vera
að elta vinnuna eins og ræfill út á öll landshom. Það borgaði
sig ekki. Enda var það með þessari atvinnubótavinnu, sem
hér var orðin með annari vinnu, að hægt var að komast hjá
því, svo hann hafði siðustu árin aðeins farið á síld af og til.
Annars var hann seztur að hérna fyrir sunnan. í þessu her-
bergi átti hann heima, þessi húsgögn átti hann öll sömun, og
i þessum klæðaskáp átti hann ferna fatnaði, og svo var hann
i fimtu fötunum, sem hann keypti í haust. Auðvitað átti hann
litla peninga, en herbergisleigan var borguð til miðsvetrar.
Hann vann, þegar vinnu var að fá, og keypti sitt dagblað.
Hann inti af höndum allar skyldur við sin samtök og borgaði
1 verkfallssjóð. Já, hann var víst áreiðanlega eins sjálfstæður
°8 frjáls maður og gerðist,-------en enginn helvízltur sjálf-
stæðismaður þar fyrir,------það var nú alt annar handleggur.
f-'að var náttúrlega ekki svo að skilja, að þeir væru kannske
allir svo bölvaðir þessir sjálfstæðismenn, út af fyrir sig, en
þeir urðu allir að vera í einu númeri, sem slíkir, það var sjálf-
sagt. Það var nú lika eins með það, að honum líkaði eklci alt
^já samtökunum; en það var nú svona, að mennirnir voru
þannske eitthvað breyzkir, og auk þess mátti segja þetta, —
að tilgangurinn helgaði meðalið, — og alhliða frelsi varð auð-
vitað aldrei náð nema — — æi já, ekki mátti hann gleyma