Eimreiðin - 01.01.1940, Side 55
eimbeiðin
í HAMINGJULEIT
41
um mann, og hugsa. En hann gerði það svo sem aldrei, altof
sjaldan. Hann var ósköp heimskulegur þessi eltingaleikur fólks-
ins í ljósið, —■ eins og það væri hrætt AÚð sjálft sig. Þegar hann
kom heim á kvöldin, eftir að farið var að rölvkva, þá kveikti
hann æfinlega, þrátt íyrir þó hann hefði ekkert með ljós að
gera. Eins og maður þyrfti að sjá til við að gera ekki neitt.
Þetta var siður. Hér sátu menn aldrei í rökkrinu, eins og fólk-
ið gerði heima áður fyr. Þar sat það og sagði sögur eða raul-
aði, og þá glamraði í prjónunum hennar ömmu, og klukkan
tifaði uppi á þilinu. . .. Hvað er þetta? Er það ekki tif í klukku?
í*að getur ekki verið, — jú, reyndar, — já, auðvitað. Það er
vekjaraklukkan hans, sem stendur þarna uppi á skápnum og
gengur í ákafa eins og hún er vön. Hann hlær að sjálfum sér.
• • ■ Það væri nógu gaman að vera komin heim sem snöggvast
°g sjá hvað fólkið væri að starfa. Hvað var að gerast heima í
Selási nú á þessari stund? Var alt fólkið komið inn í baðstof-
una frá verkum sínum? Hafði faðir hans lokið gegningunum,
eða hafði eitthvað orðið til þess að tefja liann? Máske hann hafi
verið að brjóta heilann um sjálfstæðið og orðið seint fyrir.
Hvað hafði gerst heima í dag? Hvað var eiginlega hugsað og
starfað á strjálferðugu og útúrskotnu heiðarkoti, eins og Sel-
«si, þennan dag? Þennan merkilega dag, þegar Reykvíkingum
var gefið vinnu-frí og efnt til hátiða um allan bæinn sökum
þessai-a merkisatburða. Ekki var neinn hátíðisdagur i Selási
þess vegna, eða úti í sveitunum yfirleitt. Þar voru aldrei reglu-
legir hátíðisdagar, nema þessir stóru. eins og jólin og pásk-
arnir, jafnvel sunnudagarnir voru ekki altaf sunnudagar, —
en það var nú ekki það versta í sjálfu sér, ef maður var ánægð-
Ur á annað borð. Stundum leiddist honum hérna á sunnudög-
Um> já og virlcum dögum líka. Það var lílvlega af því, að hann
v'ar ekki ána;gður. Það leiddist engum þar, sem hann var
anægður ... Nei, hann var fráleitt ánægður hér, það var síður
en svo, en það var ekki vegna þess, að ekki væri nóg af sunnu-
dögum, eins og honum fanst stundum heima.
— Heima — lieima. Hafði faðir hans hlustað á útvarpið?
Hverjar voru nú hans instu hugrenningar viðvíkjandi þess-
Um hlutum. Eiríkur Karlsson fann til sterkrar löngunar að
fá sem grenst að vita í hug föður síns á þessum merkisdegi. —