Eimreiðin - 01.01.1940, Page 57
eimbeiðin
í HAMINGJULEIT
43
— Það er að vera sjálfráður gerða sinna, jiurfa ekiíi að
skulda neinum neitt, eða spyrja aðra leyfis hvað maður megi
gera, — ég á AÚð, engan Dana eða noldvurn annan útlending.
— Skuldar þú þá ekkert, pabbi ?
-— Ójú, drengur minn. Sá hluti sjálfstæðisins er nú ennþá
eftir fyrir oltkur flestum.
Þetta var afar-einkennilegt. Eiríkur hafði aldrei séð neinn
útlending, hvað þá Dana, og aldrei heyrt pabba tala um, að
hann liyrfti að biðja þá um leyfi til neins. Og nú er pabbi alt
1 einu svo feginn, — eins og jiegar hann lætur þungan moðpok-
ann detta niður á stéttina heima, — og svo talar hann um að
vera sjálfráður. Hefur hann ekki ráðið því sjálfur, að hann
bar jjessa stóru poka? Eiríki þykir vænt um mennina fyrir
sunnan, en þó kemur næsta spurning með nokkru hiki.
•— Hefur þú þurft að spyrja Dana, hvað þú mættir gera?
—■ Ekki beinlinis, en þeir fyrir sunnan hafa þurft jiess, mín
vegna og vegna okkar allra. En nú þarf þess ekki lengur, guði
sé lof, — og þess þarf vonandi aldrei framar.
Það var skrítið. Þeir skutu úr fallbyssum, og svo þurftu
þeir ekki að spyrja neinn framar. Það var ótrúlegt.
’—■ Þurfa þeir þá ekki að spyrja neinn framar pabbi, — fyrir
sunnan?
Faðir hans hafði litið á hann. Brosið, sem vottaði fyrir á
uudlitinu, hvarf, og hann varð alvarlegur. Svo færði hann sig
nær garðahöfðinu.
~~ Jú, væni minn. Þeir þurfa að spyrja mig og hana mönunu
lúna, hvað þeir megi gera, og alt fólkið í sveitinni héi-na og á
°Uu landinu. Og þegar þú ert orðinn stór, þá færð þú að leggja
binn skerf til þess, að landinu okkar sé vel stjórnað. En fyrst
°g íremst þurfa þeir að spyrja sína eigin samvizku, og það
e'gum við öll að gera, og þá verður landið okkar altaf
frjálst.
Eirikur hafði sjaldan heyrt föður sinn tala svona alvarlega.
En þetta hlaut að vera rétt, þó hann skildi það ekki til fulls.
Og verðum við j)á líka frjálsir, og þurfum við aldrei að
^era lJunga poka — ef við viljum jjað ekki?
Bera þunga poka? Hvað áttu við drengur minn? Jú, það
Þurfum við að gera, en erfiðið er okkur holt, þegar jjað er