Eimreiðin - 01.01.1940, Page 60
46
í HAMINGJULEIT
EIMREIÐIN'
nú svona — það var ekki svo auðvelt hér i Reykjavík. En
hvers vegna var hann þá hér? Mat hann það meira að lifa af
annara brauði liér en vera þar, sem hann gæti séð fyrir sér að
öllu leyti sjálfur? Gat hann sagt, að hann væri sjálfbjarga hér?
Ætlaði hann ekki í atvinnubótavinnu i fyrramálið, til að taka
upp grjót að nauðsynjalausu? Og átti ekki að borga honuni
niutíu krónur um vikuna, ... en heima í Selási þjáðist gamall
maður af sífeldum hósta, af því að hann gat ekki borgað vetr-
armanni álíka upphæð í sex mánaða kaup. Lifði hann, Eirílair
Karlsson, ekki í raun og veru af annara brauði? Lögðu ekki
fátækir og ríkir sinn skerf til þess að greiða honum þetta fé,
— og jafnvel Seláss-fjölskyldan þar með?
Eirikur Karlsson starði út í myrkrið. Hann hafði færst úr
öruggleika-ástandi hins óskynja manns, er hefur vanist því að
láta aðra hugsa fyrir sig. Honum fanst sem laumast hefði A'erið
aftan að sér i myrkrinu og hann klæddur úr fötunum. Var
hann frjáls maður? Réttborinn elzti sonur þess bónda, er rétti
úr bognu bakinu og fór að tala dulmál við drenginn sinn,
þegar hann vissi, að nú mátti hann sópa sína ló, þegar honum
sýndist, — því að hann og börnin hans þyrftu aldrei framar
að hlíta fyrirmælum erlendra manna? Hafði hann hlotið ást-
ina á frelsinu og virðingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á jafn
einlægan hátt og faðir hans? Var hann elcki á einhverjum
villigötum — og þeir í samtökunum? Hafði hann ekki mist
sjónar af sjálfstæðinu? Voru þessir 1200 hraustu og reglu-
sömu menn, er skjalfestu og auglýstu atvinnuleysi sitt, virki-
lega sjálfstæðir? Var það þeirra hugsjón að lifa af eigin ramm-
leik, — eða áttu þeir nokkra hugsjón? Voru þeir með þessu
að stíga þau spor, er líklegust væru til að veita þeim frelsi
og sjálfsforræði og verða þjóðinni í heild til blessunar? Voru
þeir að lyfta undir byrðarnar á baki hinna örþjáðu manna,
er í litlum sjávarþorpum og fábýlum fjalladölum báru sin
eigin vandlcvæði, — eða voru þeir að auka á þær byrðar? —
Eiríkur Karlsson er staðinn á fætur úr sófanum og farinn a®
ganga um gólf. Hið þumbaralega sérgæðisöryggi hins „stétt-
vísa“ manns er strokið af honum og hik skynjunarinnar komið
i þess stað. Þetta gat alls ekki verið rétt með framfærslurétt-
inn, eins og samtökin boðuðu, — og þó hafði hann tekið við