Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 63
eimheiðin
í HAMINGJULEIT
49
hégómi, þetta sem faðir hans hafði trúað á. Þetta yfirskilvit-
lega hugtak, sem gerði það að verkum, að hann hafði sætt sig
við fátækt sína og afkomuleysi, af því að frelsið var að lcoma.
Örbirgð og umkomuleysi undanfarinna kynslóða hafði skap-
að hjá honum ástina á því athafnafrelsi, er fólst í fullu sjálfs-
forræði einstaklingsins og landsmanna í heild sinni. Hann,
Eiríkur Karlsson, gat ekki látið undan síga. Hann mátti ekki
gefast upp í haráttu forfeðranna við erfiðleikana. Þeir höfðu
barist fyrir því að geta lifað án hjálpar og íhlutunar annara.
En fyrir hverju hafði hann beitt sér í samtökunum? Höfðu
ekki samtökin barist fyrir því, að menn lifðu af annara hjálp?
heir vildu ekki sjálfs-forræði. Þeir vildu ekki leggja á sig það
«rfiði, sem fólst í því að viðhalda þeim virkjum, er feðurnir
höfðu unnið. Þeir vildu bíða þess, að einhver stór hönd með
i'auðagull á hverjum fingri, yrði rétt að þeim utan úr víðáttu
rnyrkranna, — og þessi hönd átti að fæða þá og klæða. Þeirra
hröfur bygðust á því, að einstaklingurinn slyppi við að bera
ábyrgð á sjálfum sér.
Eiríkur Karlsson finnur, að hann hefur hrakið af leið. Hann
hefur faiúð áttaviltur á öræfum um stundarsakir. En hann er
alt í einu orðinn svo ókvíðinn og bjartsýnn. Þetta er svo al-
Sengt. Menn höfðu oft vilst áður og náð áttum um síðir. Og
Þegar það tókst, þá var heiðríkjan blárri en áður, og þau vötn,
er féllu réttleiðis, svölunarríkari þyrstum ferðamanni. Og þá
íann maður, að svitinn, er sprettur upp af erfiðinu við réttlæt-
lngu sinnar eigin tilveru, verður eins og svaladrykkur af ávexti
hfsins, en hinn þvali kuldasviti, er sezt á enni þess, sem reik-
ar skynviltur um ófrjóa staði, veldur tómlætiskvöl. Hann hefur
verið erlendis. Gestur í framandi borg. En landið hans er fram-
undan. Selás, sveitin hans, landið hans. Og hann er á leið til
Þess. Jörðin, moldin, grjótið og hrjóstrin, heiðin og lyngmó-
nrnir hafa beðið hans, og það kallar þögulli röddu, sem þó er
hávær. Og þessi rödd kallar til hans í hinni Ijósum prýddu
fjölmennu horg. Það er landið hans, sem er að kalla, og það
er frelsishljómur í rödd þess. Landið, jörðin, moldin ætlar að
frelsa hann frá sjálfum sér. En einu sinni fyrir ævendislöngu
síðan hafði hann lagt af stað út í heiminn, til þess að frelsa
Það. Eirikur Iíarlsson finnur, að hann er bara sveitapiltur,