Eimreiðin - 01.01.1940, Page 66
52
ARFGENGI OG ÆTTIR
EIMREIÐIN
leitt og mjögsitjandi skrifstofufólk getur átt saman rjóð
og léttfætt börn, engu síður en veðurbörðu bænda- eða sjó-
mannafjölskyldurnar. — Bragðnæmi manna er mjög misjafn-
lega þroskað. I Danmörku var nýlega gerð tilraun, sem sýnir
þetta mjög glögt. Fjöldi fólks var látinn bragða á mjög beiskri
efnablöndu (Phenyl-Thio-Carbamid), og þá kom í ljós, að þótt
flestum þætti blandan ærið beisk, þá gátu samt sumir ekkert
bragð að henni l'undið, og allmargir fundu aðeins daufan keim.
Reyndist um % hluti tilraunafólksins bragðlaust gagnvart
Phenyl-blöndunni, og það sem merkilegra er, bragðleysið eða
bragðnæmið l'ylgdi greinilega ættum, er ineð öðrum orðum
arfgengur eiginleiki. Geta lesendur auðveldlega gert siná-
bragðtilraunir með ýms bragðsterk efni.
/ barnsfaðernismálum er blóðrannsókn oftlega þrautalend-
ingin, er ákveða skal faðernið. Blóðið er nefnilega ekki eins
í öllum. Má eftir vissum reglum skifta því í flokka, sem
nefndir eru bókstafanöfnum. Ef nú móðirin t. d. tilheyrir O
eða B blóðflokki og barnið A flokki, þá getur hvorki O eða B
maður átt það, því að barnið hlýtur að hafa Tengið A-eigin-
leikann frá föður sínum. Sé blóðflolckur móðurinnar M, en
barnsins MN, þá hlýtur barnið að hafa fengið N frá föður
sínum, og M-maður getur ekki átt það, o. s. frv. Þannig ma
oft ákveða faðernið, eða eiginlega afsanna, að sumir grun-
aðir geti verið feður barnsins. Ekki dugar kerfið samt æfin-
lega. Ef t. d. bæði barn og móðir eru af A eða B blóðflokkú
þá er blóðrannsókn ekki nægileg. — Sennilega verða fingra-
för og fleiri einkenni einnig notuð í faðernismálum framtíð-
arinnar. Fingurgómarnir eru svo margbreytilegir, að ekki
kemur fyrir að fingraför tveggja manneskja séu eins. Notar
lögreglan sér þetta víða um heim til að þekkja glæpamenn.
Þjófar t. d. skilja oft óafvitandi eftir fingraför, þar sem þeU’
hafa verið til aðdrátta. Tekur svo lögreglan fingraför af ðB-
um grunuðum og ber saman við þjófamerkin. Eiga lögreglur
sumra landa æði þykkar fingrafarabækur. — En nú er einnig
farið að nota fingraför í skemtilegra tilgangi, þ. e. til að a-
kveða skyldleika manna og þjóða. Þetta eru byrjunarrann-
sóknir, því að erfðalögmál gómagerðarinnar eru ekki að fullu
kunn ennþá.