Eimreiðin - 01.01.1940, Page 67
eimreidin
ARFGENGI OG ÆTTIR
Boglina. Slöngulinur. Sveipur.
I'ingraför (algengustu flokkar).
Söng- og tónlistarhæfileikai' ganga greinilega í ættir. Erfða-
lögmálin virðast allflókin, en þó er tekið að birta í þessu efni.
Er nú t. d. orðið sæmilega ljóst hvernig raddhæðin gengur
að erfðum. Röddum kvenna og drengja er skift í þrjá aðal-
flokka, lágrödd (alt), millirödd (mezzosopran) og hárödd
(sopran). Kvenraddirnar haldast að mestu óbreyttar, en
raddir drengjanna breytast mjög á unglingsárunum, eins og
kiinnugt er. Er algengt, að há og skær drengjarödd breytist
1 djúpan karlmannsróm (bassa). Úr lágröddum drengja verða
Jðulega háar karlmannaraddir (tenor), en milliraddirnar
Verða að milliröddum karlmanna (baryton). Radderfðirnar
^afa verið rannsakaðar talsvert, t. d. i Þýzkalandi (Bern-
stein og O. Intrau) og Noregi (Jon Alfred Mjöen). Hefur
oiargt merkilegt komið í ljós. Virðist rikjandi arf (gen) A
8era röddina djúpa lijá karlmönnum, en háa lijá kvenfólki
(°g drengjum). En vikjandi arf a veldur aftur á inóti'%árödd
hjá karlmönnum og lágrödd kvenna. Manneskja með bæði
orfin Aa hefur millirödd. [Samkvæmt rannsóknum Bernsteins
íiöfðu 188 menn af 1061, eða um % hluti, hárödd. Hjá kon-
Um voru hlutföllin 171 með lágrödd móti 864 með aðrar radd-
hæðartegundir.] Erfðamöguleikar raddtegundanna eru í aðal-
öráttum þessir:
Raddir foreldra: Raddir barnanna:
aaxaa
AAXAa
AAXaa
AaXAa
AaXaa
aaXaa
Allar AA
1 AA : 1 Aa
Allar Aa
1 AA : 2 Aa : 1 aa
1 Aa: 1 aa
Allar aa