Eimreiðin - 01.01.1940, Page 72
EIMREIÐIN
Hér liggur þú gömul og gengin úr leik
og gleymd, eins og smalanna spor.
Þú, hirðingjans unnusta, aldrei er sveik
í ástum um haust eða vor.
Ef hjörðin hans týndist í harðneskju byl
eða heiðmyrkur sveipaði jörð,
ei heitara þráði ’ann neitt hörpunnar spil
en hljóm þinn um fjöll eða skörð.
I fylgd varstu kjörin með forustu sál,
til fjalla er leitaði hátt
og kunni sér leiðir um urðir og ál,
þó ýfðist og viðraði grátt.
þá hrundu þér tónar, sem hríð fékk ei deyft,
og hjörðin fann öryggi það,
sem forustu vitsmunum flest gerir kleyft
með flokkinn sinn húsunum að.
Og landið varð ríki, um búskap var breytt;
hjá bónda varð sauðkindin frjáls,
og smalarnir fæddust ei framar í sveit;
— Þeir fleyta nú skipum til áls. —
Og nátthagavörður er gaddavír grár,
það grær yfir kvíar og sel.
Og börnin þig gripu í gullastokk sinn,
þú gleymdist með hornum og skel.
Jóhanna Friðriksdóttir.