Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 74
60
HVAR ER STÍNA?
eimreiðin
mitt heimili. Það væri rétt iaglegt, að börnin hérna tækju eftir
yður svona groddalegt tal.“
Stína hugsar með sér, að í því tilliti standi hörnin henni
langt um framar.
„Hvernig hepnaðist kakan?“
„Vel, það hefur bara runnið ofboð lítið á meydóminn,“
„Óli hefur kannske rétt einu sinni verið að þvælast hérna
frammi og glepja fyrir yður. Verkin sýna það venjulega, þeg-
ar hugurinn er riti á þekju. Svona, farið þér nú að koma inn
kaffinu.“
— Aðkomukonan, sem á að gæða á kaffi og nýbakaðri jóla-
köku, brosir þýðlega til ungu, rjóðu stúlkunnar með bjarma-
brúnirnar, sem ber henni góðgerðirnar.
„Það er einstaklega geðug stúlka, sem þú hefur fengið núna,
Stefanía," segir hún i því að stofudyrnar Ijúkast aftur á eftir
Stínu.
Frúin er ekki sérlega játfús, en viðurkennir þó, að stúlkan
sé snotur „en ákaflega fákunnandi“. Síðan kemur löng upp-
talning á því, sem Stínu var og er áfátt „og alt eftir þessu“.
Stína er ekki meira en manneskja. Þegar hún heyrir hrós-
yrði aðkomukonunnar, hinkrar hún við fyrir utan stofudyrn-
ar, til þess að hlusta á undirtektir húsmóður sinnar. Það fer
snöggur kippur um barm hennar, tvö, stór tár hrynja niður
vangana.
— í eldhúsinu er ekki alt með sömu ummerkjum og hún
skildi þar við. Einn óknyttaanginn heíur hnusað upp jóla-
kökuna og stungið út rúsínurnar, svo að nú er hún eyðileg,
eins og Eysteinskaka. Þegar Stína skerst í leikinn skrumskælir
hann sig íraman í hana, sér tár hennar og tekur til að þvlja í
þeim stríðnistón, sem er séi’kennilegur fyrir krakka: „Stína
pina er að hrína, Stína pína er að hrína.“ Þannig upp aftur og
aftur drykklanga stund.
„Hvar er Stína?“ kveður AÚð allan daginn, hæi-ra og gremju-
legar, ef kallinu er ekki samstundis hlýtt. Sífelt á hún að vera
til taks, sífelt á þönum við alla á þessu heimili og þó altaf á
þeim bletti, þar sem hennar er vænst. Aldrei er skóbótafriður.
„Fákunnandi,“ sagði frúin. Látum það vera. Hún er bara
unglingsstúlka nýkomin ofan úr sveit, sem aldiæi hefur „þén-