Eimreiðin - 01.01.1940, Side 85
eimreiðin GRÖF JAKOBS 71
Jakobs“, eins og það var
nefnt. En bæði vegna þess,
að flestir útlendingar komu
þá landveginn frá Frakk-
landi og eins sökum þess,
að mest mun hafa borið á
Prökkum í hópi þeirra,
Pá fékk þessi þjóðvegur
1 munni alþýðu nafnið
»franska brautin“.
Þá kemur nokkurskonar
leiðarvísir fyrir ferðamenn
a þessari leið, með upplýs-
mgum um borgir, kastala,
borp og fjallgarða, sem þeir
komu til með að leggja leið
sína um, eða torfærur, sem
yfirstíga þurfti, um það,
hvar gott drykkjarvatn sé
a^ finna á leiðinni, uin fisk-
inn, sem þeir geti veitt sér til matar í ánum, um íbúana, um
skifti við þá og um viðurgerning í hinum fátæklegu og frum-
staeðu spænsku gistihúsum, þar sem tíðast stóð ekki annað
«1 reiðu en eldur og vatn. í þá daga voru jafnvel svo nauðsyn-
legir og sjálfsagðir hlutir taldir með þægindum. Samt létu
oánægjuraddir vandlátra ferðamanna oft til sín heyra um
hina dæmalausu fábreytni í mat og drykk, sem þar var á boð-
stólum, um óþrifnað og skeytingarleysi þarlendra manna, og
einnig um óráðvendni þeirra og fégræðgi. Var það lengi mál-
tseki, að meðfram frönsku brautinni væri „kattarkjöt selt sem
annað kjöt“. ^
t 5. bók handritsins er ennfremur lýsing á Kompostela-
n°rg ásamt nöfnum á þeim uppsprettum, sem þar er að finna
nærlendis, og er þá fyrst talinn Paradísarbrunnurinn svo-
kallaði, þar sem pílagrímarnir böðuðu sig. Þar er og lýst
stærð og stíl dómkirkjunnar nægilega Ijóst til þess, að hægt
er að gera sér grein fyrir, hvernig hún hefur þá litið út. Sem
'nðbætir er svo lofsöngur pílagrímanna um heilagan Jakob,