Eimreiðin - 01.01.1940, Page 90
76
GRÖF JAKOBS
EIMBEIÐIN
(árið 1014) ekki lítinn þátt átt í því, að hann tók skírn. Á síð-
ari helmingi 11. aldar kom Ólafur kyrri til Galisíu, kristinn
og friðsamur höfðingi, en í það sinn var hann ekki þar í nein-
um pílagrímserindum. Lét hann lið sitt fara með ránum og
eyðileggingum upp með hökkum Minhoárinnar og suður með
ströndum Portúgals, þangað til hann fékk vitrun um það í
draumi, að ráðlegt mundi að snúa við, ef honum væri hug-
leikið að ná konungdómi yfir Noregi — og íslandi. Ef til vill
var íslendingurinn Rafn Sveinbjarnarson fyrsti maður af
Norðurlöndum, sem fór til Ivompostela beinlínis í þeim erind-
um að heimsækja gröf postulans (um 1180). Hann var ágæt-
ur læknir, segir sagan, og vel lærður o"g eigi meir vigður en
krúnuvígslu. Um för hans var þetta kveðið:
Fyr kom, fleina rýrir,
fram jókeyrir glamma,
lýðir sá storma stríða,
stund til Jakobs fundar.
(Maður! Fvrir stundu kom skipstjórinn fram til Jtdtobs
fundar [tii Santiago]. Ferðamennirnir sáu stríða stonna.)
Eflaust hafa einhverjir Norðurlandabúar lagt" krók á leið
sína til Santiago, þeir er þátt tóku í krossferðinni gegn Serkj-
um á Spáni og í Portúgal á dögurn Sancho el Poblador (1154
—1211), eða í krossferð Dana og Brimarbúa árið 1197, undir
forustu Hartvigs erkibiskups og hertogans af Brabant. En
ekkert verður sagt um það með neinni vissu. Árið 1256 koin
Kristín, dóttir Danakonungs, til Spánar og giftist Filippusi,
bróður Alfonso konungs fróða. í fylgd með henni var margt
tiginna manna af Norðurlöndum. Árið 1270 komu tvær sænsk-
ar hefðarkonur til Spánar, Ingiríður prinsessa og Matthildur
(Melchthild) stallsystir hennar, ásamt hóp tiginhorinna ung-
menna. Fóru þau fótgangandi til Santiago í Ivompostela og
þaðan til Rómar og Jerúsalem, og til baka landleiðina, ávalt
fótgangandi, og varð sú ferð fræg mjög. Birgir Person og kona
hans Ingibjörg, bæði af göfugum ættum, gengu vestur til
Jakobs. Dóttir þeirra, heilög Birgitta, og maður hennar, Úlfur
Guðmarsson, fóru einnig þangað pílagrímsferð ásamt allstórn
fylgd klerka og leikmanna, karla og kvenna. Þau fóru fótgang-
andi alla leið, og varaði ferðin í tvö ár. Sjötíu og eins árs gömul