Eimreiðin - 01.01.1940, Page 91
eimreiðin
GRÓFJAKOBS
77
tókst heilög Birgitta ferð á
hendur til Jórsala. Hún
náði þangað, en dó á heim-
leið í Róm. Átján árurn síð-
ar var hún tekin í helgra
nianna tölu. Hallur Teits-
son, sem kallaður var bisk-
upsefni, enda sonarsonur
ísleifs biskups, ferðaðist
víða um lönd og mun einn-
ig hafa komið til Santiago.
Hann var tungumálágarp-
ur mikill, og „mælti alstað-
ar þeirra máli, sem hann
væri alstaðar þar barn-
fæddur, sem þá kom hann“.
Hann andaðist í Utrecht
H50. Ólafur Bjarnason
hirðstjóri og Guðmundur
Snorrason ætluðu árið
1354 til Ivompostela, en
huggur sá, sem þeir tóku
sér fari með, fórst á hafi úti og týndust þeir allir. — í annálum
fyrir árið 1406 segir svo m. a. um ferðir Björns Einarssonar Jór-
salafara (dáinn 1415): „fór Björn bóndi Einarsson af landi burt
°g hans lnistrú Solveig: fóru þau fyrst til Róms og þaðan aftur
til Fenedí; stigu þar á skip og sigldu svo út yfir hafið til Jórsala
til vors herra grafar, og þaðan aftur í Fenedí; síðan skildu þau
Þar; fór hústrúin aftur til Noregs, en bóndinn vestur í Com-
postellam til sanctum Jacobum; lá hann þar sjúkur hálfan mán-
uð; þaðan fór hann inn um endilangt Frans, svo inn i Flandur,
Þaðan inn í England í Cantarabyrgi, síðan aftur til Noregs.“
Benedikt Pálsson klausturhaldari á Möðruvöllum, sonar-
sonur Guðbrands biskups, nam bartskeraiðn i Hamborg og
fór svo til Spánar. Var þar hertekinn af Tyrkjum og var hjá
Þeim í þrjú ár, síðan „leystur út af Hamborgurum og útborg-
aður af frændum sínum og vinum hér fyrir miður en 1000
dali“ (Bisk. II, 701). Ýmsir skrifuðu bækur um ferðir sínar
Jakobsriddari, en svo kölluðust með-
limir sérstakrar riddarareglu, sem var
við liði á 12.—15. öld á Spáni og víðar.
Þeir báru rauðar skikkjur með áteikn-
uðu »Jakobssverði«. Markmið félags-
skaparins var aðallega að vernda píla-
gríma fyrir árásum Serkja.