Eimreiðin - 01.01.1940, Page 100
86
ÍSLAND 1939 — STUTT YFIRLIT
eimreiðin'
Stofnkostnaður varð um 3 milj. króna. í Ólafsfirði var sett
nýtt innanbæjarkerfi og byrjað á stíllu í Garðsá, seni á að
reka 200 hestafla stöð. Á Borðeyri var sett upp 10 ha. olíu-
hreyfilstöð. Á Hvammstanga var bætt við stöðina 15 ha. olíu-
hreyfli. I Keflavík var rafstöðin stækkuð um rúman helming
og bætt við 90 ha. olíuhreyfli. Einkastöðvar hafa verið settar
upp 9 talsins, svo kunnugt sé.
Ein merkasta framkvæmd ársins var sú, að byrjað var að
vinna að hitaveitunni frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykja-
víkur. Hafði þessi framkvæmd dregist helzt til lengi og inátti
ekki koma seinna, ef nokkur von á að vera til þess, að hún
nái að spara eitthvað af hinum dýru stríðskolum til húsa-
hitunar.
HafnargerSir og lendingarbætur voru þessar:
Unnið að landgangsbryggjunni fram í Stykkið í Stykkis-
hólmi. Gerð 40 m. löng bátabryggja i Salthólmavík. Unnið
að hafnargarði á Súgandafirði. Gert við brimbrjótinn í Bolung-
arvík. Gerð bátabryggja á Hvammstanga og unnið að endur-
byggingu samskonar bryggju á Blönduósi. Lokið var við hafn'
argarðana á Skagaströnd og á Sauðárkróki, bygður bryggj11'
pallur ó síðari staðnum til síldarsöltunar og lögð þangað
vatnsleiðsla, 2400 m. löng. Unnið að hafnargerðinni á Sighi'
firði. Gerð uppfylling fyrir síldarsöltun í Ólafsfirði. Byi'ja^
á hafnargarði í Dalvik. Lagður garður út í Kópaskerið. Lokið
við öldubrjót og bryggju á Þórshöfn. Unnið að dýpkun hafn*
arinnar í Vestmannaeyjum. Steyptur skjólveggur við báta-
bryggju í Þorlákshöfn. Steypt ný brj'ggja og akbraut fra
henni í Grindavík. Öldubrjótur í Gerðum í Garði framlengdur.
I Reykjavík var lokið við Ægisgarðinn og sett við hann haf-
skipabryggja. Ennfremur fyltur upp hafnarkiminn við Stein-
bryggjuna og austur af henni.
Vitabgggingar. Knararósvitinn var fullgerður. Brimnesvit-
inn við Seyðisfjörð endurnýjaður. Hafnarnesvitinn í Fa"
skrúðsfirði endurbygður. Miðfjarðarskersvitinn fyrir utan
Borgarnes bygður að fullu. Unnið að Þrídrangavitanum við
Vestmannaeyjar.
Skipastóll landsins jókst allmikið á órinu. Voru 16 mótor-
skip smíðuð í landinu og 13 skip keypt frá útlöndum, þar a^