Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 105
eimreiðin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
91
Auk þess sem ég hef haft mikla ánægju og gagn af lestri
þessarar bókar, hef ég í mörgum atriðum sannfærst um það,
út frá rannsóknum sjálfs mín á dularöflum þeim, er með mönn-
unum búa, að dr. Cannon hefur rétt fyrir sér.
Mér hefur einnig veizt sú gleði að kynnast dr. Cannon af
eigin sjón og reynd og veit af þeirri kynningu, að hann er
öiaður hreinskilinn, maður, sem ekki vill vamm sitt vita, snjall
hugsuður og afburða viðfeldinn í allri umgengni, enda tel ég
uiér það mikla gæfu að hafa öðlast vináttu hans.
David T. Macleod.
Formáli höfundarins.
Þessi bók er rituð til að sýna mönnum og sanna, að í þeim
víðáttumikla og volduga heimi, sem vér lifum í, eru ósýnileg
áhrifaöfl, sem alt vort líf stjórnast af á hverjum degi ævinnar.
Þessi öfl eru ýmist góð eða ill, eftir því hvaða óskir og þrár
vér berum í brjósti. Á langri ferð um Austurlönd hef ég rann-
sakað leyndardóma hinna austrænu þjóða og stend því vel
að vígi um að boða þann sannleika með krafti hér heiina,
sem þessir leyndardómar hafa að geyma. Ferð mín var leit
Uiusterisriddarans að hinum heilaga kaleik, þeim sem er eldri
öllum, er sagan kann frá að greina. Hér í þessari bók hef ég
lýst skoðun minni á alvitund þeirri, sem hver mannssál er ör-
lítið brot af. Og með því að rannsaka dáleiðsluna, eins og hún
er iðkuð af heimsins færustu snillingum í þeirri grein, en
Þeirra er að leita í Austurlöndum, hafa mér orðið ljós rökin,
sem liggja að hinum miklu örlagavöldum lífsins hér á jörð.
Brezka þjóðin á mannvininum Alexander Erskine að þakka
Þá alvarlegu tilraun, sem gerð hefur verið til að taka dáleiðsl-
una í þjónustu læknavisindanna og nota hana á vísindalegan
hátt til lækningarhieð svo góðum árangri, að langt tekur fram
nrangrinum af öllum okkar lyfjum. Þessi vísindi eru iðkuð
sannri snild í Austurlöndum. Fullkomnasti græðari og
uieinabætir allra alda, Jesús Kristur, beitti þeim fyrstur í
bágu Vesturlanda-búa. Yógarnir í Austurlönduin eru arftakar
°g iðkendur þessara vísinda, og þeir komast stundum svo langt
í notkun þeirra, að nálega er ofvaxið skilningi vorum. Skygni,
fjarhrif, lækning, eða líka lömun og deyðing, úr fjarlægð eru