Eimreiðin - 01.01.1940, Page 110
96
ÓSÝNILEG ÁHHIFAÖFL
EIJinEIÐIN
er hægt að stjórna, og þeir
höfðu einnig vald yfir dýrum
merkurinnar, með hugarorku
sinni. Þeir notuðu dásvefn-
inn til þess að lækna lama
menn og slagaveika, þegar um
alvarleg tilfelli var að ræða.
Annars störfuðu þeir mest-
megnis ún þess að svæfa, alveg
eins og afkomendur þeirra
starfa enn þann dag í dag.
Eins og í gamla daga dásvæfa
þessir menn sjálfa sig, og í þvi
ástandi skiftast þeir á skeyt-
um við fjarvitund þeirra
manna, sem þeir vilja hafa á-
hrif á — og blása þeim í brjóst
hverri þeirri blekkingu, tákn-
mynd eða íinyndun sem þeim
þóknast. Þeir eru mjög mátt-
ugir, og starfssvið þeirra
spannar allar víðáttur, frá
norðri til suðurs og frá austri
til vesturs. Þessir vitringar
Austurlanda vita það vel, að
vitundin getur spannað huld-
ar orkulindir. Á Englandi eru
aðeins örfáir menn, sem skilja
nokkuð til hlítar í dáleiðslu og
lögmálum hennar. En þessir
austrænu meistarar drotna yf-
ir vitundinni og geta notað dú-
leiðslu, bæði í vöku og svefni,
til þess að framkvæma hina
undursamlegustu hluti. Þeir
segja það mjög vafasamt, að
sá, sem hugsar mest, sem svo
er kallað, þ. e. lætur hugann
starfa mest vísvitandi og í
vöku, afkasti mestu hugar-
starfi. Þeir segja eins farið um
hugarstarfsemi þess manns,
sem kann að hugsa, eins og
frækornið, sem sáð er í jörðu.
Frækornið vex meðan vér sof-
um. Á sama hátt vex hver ný
hugsjón, sem sáð hefur verið
í hug þess manns, sem er sann-
ur hugsuður. Hugsjónin vex
þar bezt, þegar dagvitund hans
fylgist sem minst með henni.
Mynd, sem þrýst er á manns-
heilann, er mótun í lifandi
taugavef, sem er aðsetur líf-
rænnar orkustarfsemi. Mynd-
in vex og skýrist, breytist í
fullkomnara form eftir því
sem hugurinn þroskast. Það
er alveg eins og ef ég sker upp-
liafsstafina í nafninu mínu í
ungan trjástofn, sem er að
vaxa i'iti í garðinum mínuni.
Þá vaxa stafirnir og stækka,
eftir því sem tréð vex og
þroskast. Yógarnir, hinir vitru
menn Austurlanda, segja snill-
ina stafa frá skynsamlega
tilhöguðu starfi undirvitund-
arinnar, en ekki árangur af
erfiði dagvitundarinnar. Þeir
segja, að snillin sé ávöxtur
starfs þess, er fram fari í
„undirheimahöllu vitundar-
innar“ og komi þaðan full-
komnað upp á yfirborðið.
Rannsóknir á dáleiðslu rök-