Eimreiðin - 01.01.1940, Page 114
100
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖEL
eimbeiðin
rúms né tíma vorrar jarðar,
því „einn dagur er hjá Drotni
sem þúsund ár, og þúsund ár
sem einn dagur“. Við höfum
ekki elzt neitt nú um tuttugu
ára skeið, af því tíminn er ekki
lengur til í okkar vitund. Árin
skifta engu, en ég þori ekki að
segja fólkinu frá því, að ég sé
nú yfir hundrað ára, því það
mundi koma um langa vegu
til þess að glápa á mig eins og
eitthvert furðuverk, þar sem
ég lít ekki út fyrir að vera
eldri en um fertugt. Leyndar-
dómarnir, sem unt er að kynn-
ast með þvi að rannsaka djúp
sálarinnar, eru margir og
miklir, og þeir varða veginn til
hinnar miklu uppsprettu, guðs
hins almáttka og alvitra." Er
hann hafði þannig mælt, tók
hann að sýna mér í trúnaði
þá dásamlegu orku, sem hann
bjó yfir. Meðal annars spurði
hann mig hvort ég tryði sög-
unni um það, þegar Drottinn
Jesús skipaði fíkjutrénu að
visna og hvort ég héldi, að
slík kraftaverk gæti gerst á
vorum dögum. Síðan gekk
hann með mér út í aldingarð
eins nágranna okkar og mælti
við tré eitt gamalt, sem stóð á-
lengdar og mun hafa verið hú-
ið að standa þarna af sér veður
og vinda um aldir: „Þú hefur
unnið þitt verk vel. Þú hefur
staðist storma lífsins og verið
mér og öðrum skuggi og skjól.
Nú er þinn tími kominn til að
hverfa héðan úr heimi fallvalt-
leikans. Visna þú nú þegar og
lifna ekki framar!“ Mér til
mikillar undrunar visnaði tréð
í sömu svipan. Ég gekk að því
og athugaði það vandlega í
þessu skrælnaða ástandi. Og
sjá! Hér hafði gerst sama
kraftaverkið og getið er um í
Ritningunni. Tréð var visnað,
og þar sem það stóð er nú að-
eins nakið bersvæði. Ekkert líf
hefur náð að festa þar rætur,
er tré þetta stóð áður um svo
margar áraraðir.
Ljósmyndir voru teknar
af þessu kraftaverki, og þær
sýna visnun trésins. En jafn-
vel þó að svo sé, sanna þessar
myndir þá samt sem áður
nokkuð um það, að hér hafi
ekki verið um snildarlega
gerða blekkingu að ræða, sem
jafnvel ljósmyndaplatan hlaut
einnig að blekkjast af? Þér
munuð svara: Hvílík fjar-
stæða! Auðvitað hlýtur hér að
hafa gerst raunverulegur at-
burður, þar sem sjálf 1 jós-
myndaplatan sýnir hann. En
athugum þetta ná dálítið nán-
ar. Þegar þú lítur í spegil,
sérðu mynd af sjálfum þér,
sem þér sýnist vera á bak við
spegilinn. Með myndavél er