Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 115
eim iieiijin
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
101
hægt að ljósmynda mynd þína
í speglinum, og sú mynd sýn-
ist fullkomlega egta. Hún sýn-
ist vera Ijósmynd af sjálfuin
Þér, en þó er hún það ekki.
Hún er aðeins ljósmynd af end-
urspeglun þinni, sem er ekki
raunverulega þú sjálfur, enda
er hún hvorki áþreyfanleg né
hreyfanleg. Hún sýnist vera á
hak við spegilinn, en þó get ég
sannað þér, að þar er engin
uiynd og að þú sérð (eins og
ljósmyndavélin) það, sem ekki
er þar til. Eg nefni þetta dæmi
af þvi það varpar nýju ljósi
á það, hvaða leiðir geta oft
verið fyrir hendi til að gera
hraftaverk og sýnir einnig hve
furðu auðveldlega skynfæri
vor láta blekkjast. Það er ails
ekki ósennilegt, að hinn svo-
nefndi efnisheimur vor, með
öllu þvi sem þar ber fyrir
sjónir, sé aðeins spegilmynd
einhverra fárra af þeim mörgu
undursamlegu hlutum, sein
vér eigum i vændum í heimi
framtíðarinnar!
Vér munum síðar vikja aft-
ur að mörgu, sem enn er ó-
sagt um lærdóma hins vitra,
austræna fræðara. En fyrst
skulum vér athuga nánar
hvort nokkuð muni vera hæft
i því, að til sé það, sem nefnt
hefur verið gjörningar.
I niesla hefti mun birlasl síðari hluti fijrsta hapilula bókarinnar
••Osýnileg áhrifaöfl“. Er ]>ar að finna einhverja ]>á mögnuðustu galdra-
niannasögu, sem sésl hefur á prenti, svo að jafnvel tekur fram því,
Sem islenzkar þjóðsögur eiga mergjaðast i þeirri grein.]
Pólitík!
Orír nienn sátu á kaffihúsi í einræðisriki. Einn var að lesa dagblað.
benti hann alt í einu á eina greinina í blaðinu, hristi liöfuðið og
sagði: Tut, tut! Annjir leit yfir öxl lians á blaðið og sagði: Tut, tut, tut!
^á Jiriðji spratt upp af stólnum og lirópaði: Ef Jiið ætlið að fara að
r*ða hér um pólitik, ]iá er ég farinn heim!
Japan Cronicle.
^yndarleg uppliæð.
Stjörnufræðingurinn heimskunni Artliur Eddington telur i síðustu bók
sin'>i, að i alheiminum séu 15,747,724,136,275,002,577,605,653,961,181,555,468,-
°H,717,914,527,116,709,336,231,425,076,185,631,031,276 rafeindir.
Hve margir lesa rétt úr tölunni?