Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 33

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 33
eimreiðin GENGIÐ Á SNÆFELL 257 staðadalur hinn vestari, en Þuríðarstaðadalur hinn austari. — Nöfnin benda til selfara úr Fljótsdal fyrr á ölduni. — Lögðum við leið upp tungusporðinn á milli dalanna. Hann er blásinn og l>er, þegar upp kemur, en þegar dregur suður af hátungunni, tekur við gróið land. Gegnt tungusporðinum austan Þuríðar- staðadals rís fell allhátt upp af heiðarbrúninni, er nefnist Kálffell. Þegar komið var upp á tunguna, sást vel til Snæfells. Lögðum við nú leið suður tunguna austanverða á mörkum berangurs henn- ar og gróðurlendis Þuríðarstaðadalsins, þar til er gróður dalsins tengist flóagróðrinum suður af tungunni. Blasti þá við til aust- taegrar áttar linjúkaröð frá norðri til suðurs vestan Snæfells, sam- hliða því og fylgihnjúkum þess að norðan og sunnan. Nyrzt og Jálítið austur úr stefnu hinna er Grábergshnjúkur, þá Grjótár- hnjúkur, Sauðalinjúkur og Fitjalinjúkur syðstur. Grjótá fellur frá austri í Þuríðarstaðadalsá um slakka á milli Grábergshnjúks og Grjótárlinjúks. Hún á upptök undan fall- jökli vestan á Snæfelli og var svo þykkt jökulkorguð, að hún gaf haeði Þuríðarstaðadalsá og Hrafnkelu jökullit. Á horninu, sem tnyndast á milli Grjótár og Þuríðarstaðadalsár, er talið, að verið hafi sel Hrafnkels, það er Einar Þorhjarnarson gætti búsmala hans frá. Við breyttum nú stefnunni til austurs yfir drög Þuríðarstaða- 'hds, sem þar eru orðin grunn, og austur á öldulirygg, sem norður gengur frá Grjótárhnjúk, svo suður liann og um austurlilíðar hnjúksins. Á milli fyrrnefndra hnjúka og Snæfells með fylgihnjúkum l’ess til norðurs og suðurs er gróðurlaus dalur, opinn í háða enda, með sléttum sandbotni; nefnist dalbotninn Sandar. Vestur af hamrabrún háfjallsins falla tveir skriðjöklar um hamragljúfur, eins og jökulfossar til að sjá. Undan þeim nyrðri fellur Grjótá bvert niður á Sandana og svo norður um þá og vestur af á milli Grjótárhnjúks og Grábergshnjúks, sem fyrr segir; en undan hin- Um syðri fellur kvísl til Sauðár niður þvert á Sandana, svo til suðurs, þar til er liún fellur vestur af á milli Sauðalinjúks og hitjahnjúks. Vatnaskilin á milli þeirra eru svo lág, að á þeim her mjög lítið. Tilsýndar er dalbotninn því ein marflöt sand- ylétta. Við snerum pú leið suður og niður austurhlíð Grjótárhnjúks-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.