Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 38

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 38
262 GENGIÐ A SNÆFELL EIMREIÐII' jnu var svo stungið í flöskuna og góður korktappi rekinn vand- lega í stútinn. Engin merki sáum við þess, að nýlega hefðu verið menn uppi á Snæfelli. Útsýn af Snæfelli í björtu veðri er, sem vænta má, bæði yfir- bragðsmikil og fögur. Til suðlægrar áttar er ágæt yfirsýn um norðurball Vatnajökuls allt vestan frá Kistufelli og austur af. Að baki liábungu jökulsins sjást auðir tindar hér og þar, er við ætluðum að væri (talið frá vestri) Þórðarbyrna, Esjufjölb Hvannahnjúkur og enn fleiri austar í siiðurbrúnum jökulsins. Kverkfjallaþyrpingin er mikil um sig og tignarleg. — Öll jökul- röndin vestan frá Kistufelli að Geldingafelli, austan Eyjabakka- jökuls, er einn samfelldur skriðjökull, nema hvað Kverkfjöllin skilja á milli Dyngjujökuls og Brúarjökuls. Suður frá Þjófa- bnjúkum og Maríutungum er mikið vik suður í liann á miHi Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls. Austan við Eyjabakkajökul, en upp af Geldingafelli, standa svokallaðir Grendlahnjúkar hátt uppi í norðurlialli jökulsins og aðrir hnjúkar ónafngreindir enn ofar. Sunnan Geldingafells sést til Öxarfellsjökuls. I nærsýn eru Þjófalinjúkamir í tveim aðalröðum og Þjófadalurinn á milh þeirra. Syðsti linjúkurinn í eystri röðinni er nefndur Litla- Snœfell. Sjóndeildarhringurinn til austurs og norðausturs takmarkast — talið sunnan frá — af liátindum í og við austurliorn Vatna- jökuls, Hofsjökli, Þrándarjökli og þar norður af af binum mikla Austfjarðaf jallgarði. Þó sést til sjávar á milli Vatnajökuls og Hofs- jökuls um drög Jökulsár í Lóni og Víðidalsár og á milli Hofsjök- uls og Þrándarjökuls um drög Geithellnadals. Fyrir fótum — kaBa má, liggur liin skrúðgræna Eyjabakkaslétta umvafin og 1 ótal hólmum innan kvísla Jökulsár, er kemur í tveim aðalkvísl- um undan jöklinum, og auk þess eru árbólmarnir morandi af tjörnum, stærri og minni. Handan Eyjabakkasléttunnar norð- ur frá jöklinum er svo Múlaafrétt og sunnar „Hraunin“ norður að dalamótum og út á milli þeirra. Frá norðaustri til norðvesturs sést yfir Fljótsdalsliérað og til heiðanna og fjallgarðsins vestur af því norður til Haugsfjallgarðs og svo til fella og hnjúka, sem upp af liásléttunni rísa nær og fjær. Samgrónir Snæfelli eru Nálliúshnjúkarnir; austan þeirra er Hafursfell, en Grábergshnjúkur vestan þeirra. Norður af Nálbus

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.