Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 41

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 41
eimreiðin GENGIÐ Á SNÆFELL 265 !>lúð og rausn húsbændanna, Aðalsteins bónda Jónssonar og Ingi- -Margar Jónsdóttur, konu hans. Hlýtt og bjart veður var að morgni næsta dags. Bjuggumst viÚ til ferðar að afliðnu liádegi. Fylgdi Aðalsteinn okkur stytztu leið á Eiríksstaðaveg, austan Eyvindarár. Yoru þeir jafn sam- ^entir um það, Hrafnkelsdalsbændur, að gera för okkar félaga sem eftirminnilegasta og greiðasta. Eftir að við skildum við Aðalstein, fylgd um við Eiríksstaða- Vegi, þar til er hann tengist Hákonarstaðavegi á Yegups. Þeirri leið var ég kunnugur frá fomu fari. Vestan við Vegupsina fellur Lambakíll úr Bessastaðavötnum inn (suður) í Gilsárvötn og er ema rennandi vatn, sem til þeirra fellur, ■—- og er ekki mikið ''atnsfall. Á Vegups mætti okkur bið alræmda, gráýrða, þrúðga þoku- blass — Austfjarðaþokan. En leiðinni, sem eftir var niður að Hessastöðum, var ég þaulkunnugur frá þeim tíma, sem ég bjó í Hamborg. 1 Hamborg töfðum við Kjerulf um stund og þágum góðgerðir Ljá Eiríki bónda Kjerulf og konu lians, Sigurbjörgu Þorsteins- dóttur. Þorsteinn fór að Bessastöðum og pantaði þaðan símleiðis Líl að Geitagerði og dreng til að taka hestana. Tekið var að rökkva, þegar við stigum í bílinn, eftir stundar- Lið í Geitagerði. Þokan grimm grúfði dinnn yfir láglendi Hér- a3sins, þegar út kom í Fellin. Komið var fram yfir háttamál, þegar við komum í Egilsstaði. Og með því að bílljósin böfðu lúlað, bjuggumst við um í lieylilöðu yfir lágnættið. Með birtingu héldu þeir Þorsteinn og Kjerulf áfram á bílnum lil Reyðarfjarðar, en ég á besti að Ketilsstöðum. Næsta kvöld sátum við Kjerulf skilnaðarhóf heima lijá Þorsteini, glaðir og reifir eftir liina skemmtilegu og hressandi ferð um töfralönd óbyggðanna. —• Hljóta nú bér saman að fara ferðalok og sögulok.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.