Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 84
308 RITSJÁ EIMREIÐIN um vorum og snillingum betur ævi- störf þeirra og stríð en með því að taka þakksamlcga við hinum mikla arfi, er þeir liafa látið oss eftir. Jón- as Hallgrímsson liggur ekki óbættur hjá garði, meðan ljóð hans göfga sál- irnar og lyfta huguin þúsunda æsku- manna — og hann verður andlegur förunautur allra góðra íslenzkra manna frá morgni til kvelds ævinnar. — Um slíka menn skiptir í rauninni ekki niikl.i máli, hvort ævi þeirra hefur orðið löng eða skönnn, — því þeir deyja aldrei. Og ætíð hljóta þeir að liverfa frá óunnum snilldarverk- um. Þeir verða ætíð óbætanlegir, livort sem þeir deyja fyrr eða síðar, og ætíð ómetanlegir dýrgripir og glampandi leiðarljós á vegi þjóðanna — út í framtíðina. Þorsteinn Jónsson. HALLGRÍMSLJÓÐ. Sálmar og kvœSi ejlir Hallgrím Pétursson. Rvík 1944 (Leiftur h/f.). Á þriggja alda vígsluafmæli Hall- gríms Péturssonar kemur nú nýtt úr- val af ljóðum hans. Ekki svo að skilja, að það sé beinlínis gefið út í því tilefni, en afmælisminning er þetta samt sem áð'ur, og hún góð, enda þótt önnur hefði verið betri: vegleg og vönduð útgáfa af öllu því, sem til er eftir þenna skáldkonung, þetta stærsta ljós íslenzkrar kristni, sem engum verður við jafnað til fulls, enda þótt vera megi, að skammt kunni að verða talið bilið á milli, þegar þjóðin hefur á ný og endan- lega áttað sig á Haraldi Níelssyni. Það, sein slær mig, þegar ég geri samanburð á þessam tveim mönnum, er, hvað þeir eru ótrúlega líkir, fram yfir andlitssvipinn, sem svo margir liafa veitt athygli. Það er að vonum ekkert frumlegt við þessa útgáfu. Til þess var enginn möguleiki, eins og nú er ástatt. Hún er hyggð á þeim heimildum, sem eftir ástæðum voru sjálfsagðar: Passíusálmarnir á útgáfu Finns Jóns- sonar, en annað á útgáfu Gríms Thomsens. En útgáfa Gríms er svo merkileg, að liversu mikið sem um liana kann að verða bætt, þegar Is- lendingar vakna svo til vitundar um sóma sinn, að þeir láta gera þá út- gáfu, sem fullkoinnust og vönduðust verður gerð, þá mun samt verk Gríms ætíð verða til ágætisverka talið. Starf lians við útgáfuna hefur ekki verið nein aktaskrift; það hefur verið starf afburðamannsins, þegar hann vinnur af ást og aðdáun. Það er með undrum, hve ágætt verk Grímur hefur getað af liendi leyst við þau skilyrði, sem þá var uin að ræða. En þó að þessi nýja útgáfa af Passíusálmunum sé vitanlega á sinn liáft góð, þá þarf þó jafnt fyrir henni að gefa þá út með þeim liætti, sem dr. Páll Eggert Ólason hefur bent á, að gera beri. Slíkt er vitanlega ekki mögulegt á þessum tíma. Ef til vill er það einungis af barnsvana, að ég sakna þess liér, að ekki er haldið leturbreytingu á orðum textans eins og liann er tekinn upp úr guðspjalla- sögunni. Líldega verða það sanit fleiri en ég, sem sakna hennar. Þo er þetta algerða greinaleysi þakk- lætisvert hjá liinu, að klúðra textan- um á milli gæsalappa, eins og óbæna- bókarfærir menn hafa gert í nokkr- um liinna lökustu útgáfna af sálmun- um nú í seinni tíð. Einnig er her sleppt lagboðum Hallgríms, enda var víst gagnslaust að halda þeim. Það er, eins og menn vita, enn o- sannað mál, hvort lesa beri í 2. versi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.