Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 85

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 85
eimreiðin RITSJÁ 309 50. sálms Ort, ört eða ótt. Hér hefur (eins og í útgáfum Gríms og Finns) verið valið ótt. Endilega finnst mér ört sennilegra, og notað er það ann- ars staðar (19. sálnrur 19. vers) í svipuðu sambandi. En litlu skiptir uni þetta. Að Passíusálmunum lokntim kem- ur 'fyrst til þess að velja og hafna, og þá vandast málið. Ég sakna margs, ®n ekki segi ég það til aðfinnslu við verk útgefandans, því að engu vildi eg byggja út af því, er hann heíur tekið. Niðurstaðan verður því sú, að hókin sé of lítil. Og það er hún sannarlega. Ég vona eindregið, að næsta útgáfa af henni verði til mik- illa muna stærri, og er þetta þó ■nyndarleg hók að stærð. Alveg finnst niér það ótækt, að þarna vantar nunningarljóðin um Steinunni, dótt- nr skáldsins. Þó er það huggun, að Versin „Nú ertu leidd, mín ljúfa“ niunu verð'a í sálmabók þeirri, sem nu er lengi búin að vera í prentun °g verður ef til vill koniin út áður en önnur útgáfa kemur af þessari bók. Það er hörmulegt, að ungu kyn- slóðinni skuli vera að miklu leyti ókunnug ljóð Hallgríms Péturssonar. Þó er þetta vorkunnarmál, því að nndanskildum Passíusálmunum hefur þeim ekki verið hampað mikið í 6einni tíð. Vel sé því þeim, sem liér hafa nú hafizt handa. Ég gæti trúað, sumum kynni að koma það á ó- Vart, er þeir lesa bók þessa, að sjá bar hvílíkur gleðimaður Hallgrímur hefur verið. Þau eiga vel heima í glaðværum félagsskap, kvæðin hans. Étn léttleikann og rímsnilldina þarf ekki að ræða. „Hallgrímur er efa- laust einhver mesti hragsnillingur, sem þjóð vor liefur átt, og er þá mik- ið sagt. Rímið hefur verið honum yndi og eftirlæti, og hann hefur leik- ið sér að því á alla vegu.“ Þannig farast Guðmundi Finnbogasyni orð, og þetta sjáum við nú hér svart á hvítu. Við föllum alveg í stafi yfir rimlistinni. Þar hafði Guðmundur Guðmundsson fyrirmyndina. En hvor- ugur kunna þeir að yrkja „frjáls ljóð“. Það er vitanlega svo mikið gott um þessa bók að segja, að þar á þyrfti enginn endir að verða. Ég mun því að mestu eftirláta það öðrum, en í þess stað ekki þegja yfir því, sem mér þykir miður. En það er einkum sá annmarki, að ekki er borið við að slcýra þau kvæði eða þá staði, sem varla má ætla að almenningur sé með öllu einfær að skilja. Svo er t. d. um hinn fræga Aldarhátt, eitt hinna svip- mestu kvæða á íslenzka tungu. Ekki þarf Aldarháttur langra skýringa, en líklega þurfa almennir lesendur að fá eitthvað skýrt í sent svara mundi öðruhvoru erindi. I fleiri kvæðum koma fyrir torskildir staðir, t. d. í Mismun vetrar og sumars. Þá er og tími til kominn að gefa skýringu á Leirkarlsvísum, sem mér vitanlega hefur aldrei verið gert, og það er víst óliætt að fullyrða, að síðastliðnar tvær aldir hafi fæstir íslendinga skil- ið þær til hlítar. Það er ekki réttur og sléttur hversdagslegur leirhrúsi, sem Hallgríinur kveður um, heldur er það sérstök gerð, sem búin var til aðeins unt litla hríð á Niðurlönd- um í byrjun seytjándu aldar. Brúsar þessir voru ákaflega belgvíðir, en að sér dregnir til- heggja enda („við höfum báðir valtan fót“). Prótestant- ar á Niðurlöndum gerðu þá til háð- ungar við fjandinann sinn, hinn nafn- togaða kardínála Robert Bellarmin

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.