Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 26
178
NÚTÍMABÓKMENNTIR FINNA
EIMREIÐIN
vel við meðfæddum rithöfundarhæfileikum lians. Meðal smásagna
hans er að finna sumar fegur6tu perlurnar í finnskri smásagna-
gerð.
Yngra öreigaskáld en Pekkanen er Olavi Siippainen (f. 1915),
ágætur stíluður en
nokkuð mikillátur.
Honum er einkum
lagið að lýsa þró-
unarferli unglings-
ins til fulls þroska.
Gagnstætt Pekkan-
en, sem er mjög
hlutlægur í lýsing-
um sínum, veitir
Siippainen skap-
höfn sinni mikið
olnbogarúm í frá-
sögninni, og hann
er greinilega blóð-
heitari og gæddur
meiri eldmóði en
hinn fyrr nefndi.
Báðir hafa þeir til
að bera heimspeki-
legt hugarfar, sem
yfirleitt virðist tals-
vert einkenna ör-
eigaskáldin. Þetta sést ef til vill greinilegast í hinum beizkyrtu
ritum Yiiinö Linna (f. 1920), sem er eitt af yngstu öreigaskáldum
Finna. Sögulietjan í verkum lians er maður, sem böl nútímans
lieftir í skugganum, innan um verksmiðjur og steinskála. Hann
þráir frelsið af lífi og sál, en finnur fjöturinn kreppa fastar og
fastar að sér, og það ríður lionum að fullu.
öreigaskáld annars eðlis er Pentti Haanpáá (f. 1905), sannur
snillingur í finnskri smásagnaritun. Hann hefur ekkert saman
við borgarlífið að sælda, heldur er lieimur frásagna hans í af-
skekktum sveitahéruðum, meðal timburverkamanna og flakkara.
Sú ritmennska, sem honum er eiginlegust, er stutt frásögn í smá-