Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 39

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 39
EIMREIÐIN KONAN Á STAKKSTÆÐINU 191 stori glugginn við mér, eins og ég átti von á og liafði svo oft séð hann áður. — Ekkert hrím var lengur sjáanlegt. Þetta var ein ai synum mínum, sem mér var ekki hægt að útskýra. Ég hélt áfram göngu minni upp að húsi Ólafs, og nú vissi ég hvert erindi mitt var. Ég ætlaði að segja lionum, að ég myndi aldrei geta orðið eins og liann vildi. Ég leit út á fjörðinn minn. Hann var dularfullur og formfastur 1 kvöldhúminu, en mér fannst ég léttast liægt og hægt, eins og það dyttu af mér hlekkir. Eg gekk inn í ganginn á húsinu hans Ólafs og drap á innri dyrnar. Hvers vegna gekk ég ekki inn, eins og ég var vön, þegar ' g hafði gert vart við mig? Ég var allt í einu orðin ókunnug l'arna, Ðg fjarri því að koma til með að eiga nokkurn tíma heima í þessu liúsi. Ég heyrði umgang inni, og eftir stund var opnuð liurðin fram a ganginn. — Þú þarna, Pála, sagði Ólafur, eins og honum kæmi það á °vart að sjá mig. Hann setti lampann frá sér á smáborð, sem stóð d ganginum, stakk liöndunum í buxnavásana og horfði á mig. AUt, sem hafði komið eittlivað við tilfinningar mínar í fari 8118 síðastliðnar vikur, var horfið. Nú var liann í mínum augum aðeins það, sem liann var, en ekkert meira eða minna. Svona yar lífið. Ólafur, ég kom til þess að láta þig vita, að ég mun alltaf Verða það, sem ég er. Ég get ekki breytt skyggnigáfu minni. Ennþá er það ekki of seint fýrir okkur að hætta við það, sem okkur Éefur farið á milli. Aðeins andartak virtist mér létta yfir Ólafi, og hann leit hlý- ^ega til mín. En svo pírði hann undarlega á mig augunum og sagði; Mér finnst þú varla heil á geðsmunum, Pála, og það gerir hikandi, að þú skulir ekki vilja láta þig með þessa fjarstæðu, a^ þú sjáir eitthvað meira en ég, eða hver annar. Ég vildi venja l)rg af þeirri ímyndun. En Ólafur, þú getur verið viss um, að slíkt tekst engum. ■^ér má líka á sama standa, þú ætlar þér aðra konu en mig. Ólafur hrökk við og hvessti á mig augun. -— Er það kannske 1 gegmim þessa óviðráðanlegu gáfu þína, sem þú veizt það?

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.