Eimreiðin - 01.07.1949, Side 40
192
KONAN Á STAKKSTÆÐINU
EIMREIÐIN
— Getur verið, sagði ég rólega. -— Ég veit það er kærastan þín,
sem þú hefur hjá þér núna.
Hann horfði ógnandi á mig.
— Vertu ekki að gera þér upp reiði, sagði ég. — Ég sá mynd
ykkar á stóru rúðunni í stofunni þinni. Ég sá allt, sem gerðist.
Ólafur var orðinn náfölur í andliti. Þú ert vitlaus, livæsti liann-
Á heimleiðinni var ég létt og frjáls og hafin yfir allar tilfinn-
ingar.
Um kvöldið lék ég nokkur lög á píanóiö fyrir pabba. Ég naut
þess að lieyra tónana. Mér fundust þeir mildir og hrífandi. Þegar
ég liafði lokið við eitt lagið, strauk pabbi um liöfuð mitt, eins
og þegar ég var barn. — Hefur þú séð eitthvað fallegt í dag, litla
dóttir mín? sagði hann.
Ég mætti mildu augnaráði hans. — Já, pabhi minn, ég er alltaf
„að sjá“.
— Pála mín, mér líður eitthvað svo vel í dag, þín vegna.
Ég kyssti liann léttan koss á vangann. Þetta liafði oftar koinið
fyrir, að pabbi mætti mér á miðri leið. Ég spilaði uppáhaldslagið
okkar pabba, og við vorum glöð og hamingjusöm. En um kvöld-
ið, þegar ég var liáttuð, gat ég ekki sofnað fyrr en ég var búin
að gráta. Tárin streymdu niður kinnar mínar, eins og þau vildu
þvo alla snertingu annarra af andliti mínu.
Pála þagnaði, en ég, sem var lítt mótuð af lífinu, sat með tárin
í augunum.
— Þetta er ekki til að liryggjast út af, sagði Pála blíðlega. —'
Ég hef alltaf síðan þetta kom fyrir, verið liamingjusöm. Það er
annað en liægt er að segja um aumingja Ólaf. En það er ekki
mín sök, ég bað honum engra óbæna, fremur en öðrum mönnum-
En þetta atvik skýrði það fyrir mér, svo að ekki varð um villzt,
að í minni eigin sál átti ég það veganesti, sem var minn drýgsti
hamingjuauki. Ég þurfti aðeins að vera sjálfri mér samkvæm og
sönn gagnvart mér og öðrum.
Orð Pálu ómuðu í eyrum mínum. Aldrei myndi ég gleyma
þessari yndislegu konu, þó leiðir okkar lægju sitt í hvora áttina-
Þegar ég gekk í hægðum mínum heim til mín, var ég lirygg
og glöð í senn. Sennilega myndi ég aldrei sjá Pálu framar.
1 marga morgna liafði ég lofað góðviðrið og dýrð þess, en nú
fannst mér sólin ekki nægilega hlý, þegar ég kom út morguninn