Eimreiðin - 01.07.1949, Qupperneq 43
eimreiðin
Island og Grænland.
Nokkur atriöi varöandi yfirráðarétt íslands yfir Grænlandi.
Eftir Jón Dúason dr. juris.
[Fyrir 25 árum ritaði Einar skáld Benediktsson grein hér í Eiinreiðina um
Grænlandsmálið (Nýlenda íslands, Eimreiðin 1924, hls. 47—59). — í grein
þessari hélt hann hiklaust fram sögulegum og lagalegunt rétti íslands til
Grænlands. Síðan þessi grein var rituð, liefur Grænlandsmálið oft verið á
dagskrá, og nú, eftir að ísland er að fullu skilið við Danmörku, er það eitt
af eftirmálunum í sainbandi við skilnaðinn, að gert sé út um réttarstöðu
Grænlands gagnvart Islandi. Enginn núlifandi íslendingur liefur kynnt sér
þetta mál ítarlegar en liöfundur eftirfarandi greinar, sem allra manna mest
kefur ritað um sögu Islendinga á Grænlandi og réttarstöðu þess og varð doktor
1 lögum við Oslóarháskóla árið 1928 fyrir doktorsrit sitt um þessi efni. Að
8Jálfsögðu inun Eimr. hirta mótrök gegn höf., ef einhver berast. Ritstj. I.
Fiski- og afla-svæSið kringum land var frá elztu tíð landsal-
menningur. Almenningur þessi hinn ytri náði minnst eins langt
hl hafa og liafið var notað til fiski, flutninga á hvölum og veiði,
°g ekki skemmra en til yztu sjónarvíddar frá hæstu tindum ls-
lands. Innan þessa sævaralmennings var — og eru enn — hæstu
tindar á austurströnd Grænlands sýnilegir sem sker og hlutu því
1 umdæmi íslenzkra manna að vera íslenzkur landsalmenningur,
alntenn íslenzk eign.
Samkvæmt uppliafi tílfljótslaga náði íslenzkt þjóðfélagsvald
uiinnst út að yztu sjónarvídd frá liafi til lands, sem er ineiri fjar-
lægð en sjónarvíddin frá landi til hafs. Innan þessarar fjar-
l*gðar lágu ekki aðeins tindar Grænlands, heldur og kaflar af
austurströnd Grænlands, því Island hillir þar upp jafnvel niður
yið sjávarmál.
^ð þessu leyti var Grænland liluti liins íslenzka þjóðfélags allt
frá stofnun þess, 927—930.
Samkvæmt Frostaþings- og Gulaþings-lögum nær landhelgi
heirra laga vestur á mitt liaf í átt til íslands. En samkvæmt Grágás
llíer landhelgi Islands austur á mitt haf. Allt liaf þar fyrir vestan
er islenzk landhelgi, og atburðir, sem gerast á því, hvar sem er,