Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 57

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 57
eimreiðin Á ÞINGVÖLLUM 209 lögar og velvildar allra landsmanna og umfram allt fá að vera 1 friSi fyrir opinberri ílilutun, kvöðum, nefndafargani og öðru því, sem á þessum tímum haftanna dregur úr framtaki og löngun bl athafna á eigin ábyrgð. Meira að segja ætti slíkt fyrirtæki að yera undanþegið sköttum og skyldum, meðan það væri að komast a higgirnar og á traustan fjárhagslegan grundvöll. Gistihúsið Valhöll, sem nú er eina ferðamannaskýlið á Þing- völlum, stenzt tæplega samanburð við venjuleg gistihús á fjöll- 111,1 uppi í ferðamannalöndum, svo sem Noregi og Sviss, að því er snertir híbýlaþægindi. Hitt er svo aftur aðdáunarvert, hvað Sestgjafanum, sem nú stjórnar Valhöll, tekst að gera vistina á þessum sumargististað gestunum þægilega, þrátt fyrir hin frum- staeðustu skilyrði livað húsakynni snertir. Fæði og framreiðsla er Uieð ágætum í Valhöll, en húsið er óvönduð smíð og gestaherbergin ekki beinlínis eins og ferðamenn gera ráð fyrir á fjölsóttum og frægum stað. Nýtt og vandað gistiliús á Þingvöllum er nauðsynja- mál, sem þarf að komast í framkvæmd sem fyrst. Sv. S. //Dúfurnar mínar". nefni þau þannig, dúfnahjónin, nágranna mína. Og þó á eg ekkert í þeim! Veit einu sinni ekkert um eiganda þeirra, sé 111111 annars nokkur til. En þau halda til á þverbitanum uppi Ulldir þak-kverkinni á gaflmæni liússins, sem ég bý í. Og er þau ^ljúga út snemma á morgnana, og síðan öðru livoru allan dag- lnn, uieð sterkum og snöggum vængjatökum, eða koma heim aftur, svífandi létt og glæsilega og siglandi síðasta spölinn sveigð- UJU vængjum bláar bylgjur loftsins, án þess að lireyfa vængina, stend ég ótal sinnum við gluggann minn og fylgist með liverri hreyfingu þeirra og gleðst innilega. Þetta er fögur sjón og dásamleg. Því að „dúfurnar mínar“ eru fallegustu dúfnahjónin í öllum bænum! Það finnst mér að minnsta 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.