Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 65

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 65
EIMREIÐIN ÍSLAND 1948 217 Auk þess voru flutt út 466 hross til Póllauds fyrir rúml. hálfa ttúlljón króna. SJAVARÚTVEGURINN. Heildaraflinn miíiað við fisk upp úr sjó varð 409.208 tonn (’47: 431.170) tonn), þar af síld 150 þús. tonn, þorskur 145 þús. tonn. Togarafloti landsmanna er nú orðinn miklu starfhæfari og stórvirkari en áður, er nýsköpunartogararnir hafa bætzt í hópinn, og varð eiginn afli fiskiskipa útfluttur af þeim sjálfum 143.139 tonn, eða um það bil helmingi meiri en ;irið áður (72.346 tonn). SlLDVEIÐIN. Veturinn 1947—’48 kom mikil síld í Faxaflóa (Hvalfjörð), eins og veturinn áður, og var veidd af miklu kappi af fjölda skipa. Frá áramótum og fram í marzbyrjun, er veiðum þessum lauk, öfluðust 91.756 tonn, eða rúml. 1 milljón liektólítrar. Heginið af síld þessari var flutt til Siglufjarðar til bræðslu í Síld- arverksmiðjum ríkisins. Sumarsíldin brást hins vegar svo að segja alveg, —. en menn vonuðu að vetrarsíldin myndi koma eins og tvo siðastliðna vetur og bæta upp hallann, a. m. k. að einhverju eyti. Var hafinn mikill undirbúningur að væntanlegum síldveið- Um í Faxaflóa, m. a. tekið að byggja síldarverksmiðju í Örfirisey 'ið Reykjavík. En því miður fór svo, að síldin lét ekki sjá sig d heitið gæti allan þennan vetur, — livað sem verða kann á kom- andi vetrum. Keypt var til landsins síldarbræðsluskipið Hæringur, kom það til Reykjavíkur um liaustið. Aetrarvertíðin á vélbátaflotanum liófst allmiklu seinna en 'eUjulega, meðfram af þátttöku fjölmarg ra háta í síldveiðunum a fyrsta fjórðungi ársins, — en gæftir urðu slæmar og afli rýr. HVALVEIÐI. A árinu Iióf h.f. Hvalur starfsemi sína við Hunslu og veiði hvala hér við land og veiddust 239 hvalir hjá ^laginu. Það hefur bækistöð í Hvalfirði. Hér fer á eftir yfirlit um magn og verð helztu útfhittra sjávar- afurða á árinu (1947 til samanburðar): 1948 1947 1436 tonn 4,1 millj. kr. 301 tonn 0,8 millj. kr. 14752 — 26,7 — — 26622 — 46,4 — — 124902 — 90,3 — — 61121 — 42,7 — — Saltíiskur, verkaður .... aaltfiskur, óverkaður .. . *8fiskur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.