Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 14

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 14
102 EIMREIÐIN hugsun og frjdls andi megi ríkja i hókmenntum og listum á voru landi.“ Þetta má segja, að verið hafi einkunriarorð fyrsta Lista- mannaþingsins. Og þótt nú séu friðartímar kallaðir í þeim heims- hluta, sem við byggjum, og þótt sambúð listamanna og íslenzkra stjórnarvalda hafi ef til vill aldrei verið betri en nú, er þó alltaf tímabært að hafa þau í huga. Margar og miklar breytingar hafa orðið á íslenzkum þjóðarhög- um, síðan fyrsta Listamannaþingið var háð. Ein er sú, að þetta land, sem lengst af var talið á hjara heims, er skyndilega komið í þjóð- braut, og það í margvíslegum skilningi. Þessu fylgja sívaxandi er- lend menningaráhrif, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Slík- ir straumar hafa oft á tíðum auðgað og frjóvgað íslenzkt menningar- líf, og aldrei hefur risið á íslenzkum bókmenntum orðið lægra en þegar einangrunin var mest. Jónas Hallgrímsson gekk í skóla hja Heine, og ekki þykir okkur hann nú hafa orðið verra skáld eða óíslenzkara fyrir það. Kynni af menningu annarra þjóða víkka ut- sýnið, og af þeim má læra vönduð og heiðarleg listræn vinnubrögð- Þetta hafa íslendingar löngum notað sér óspart, eftir því sem að- stæður leyfðu. En verði erlendu áhrifin svo öflug og yfirþyrmandi. að þau lami dómgreind okkar, starfsvilja og sköpunarþrá, þá er þjóðarvoði á ferðum. Það er hættulegur misskilningur, sem stundum örlar á, að sa mikli flaumur aðfluttra menningarverðmæta, sem til okkar er veitt og við njótum fyrirhafnarlítið og stundum endurgjaldslaust, getl með nokkrum hætti komið í stað okkar eigin menningarstarfs, eða létt af okkur að einhverju leyti skyldunni og nauðsyninni til að halda því sleitulaust áfram. Þvert á móti skapar hann okkur nýjat skyldur, ef íslenzk menning á að halda velli. Hver menningargjöf. sem okkur er gefin, hvert lán, sem okkur er veitt, ætti að greiðast með vöxtum í eins konar andlegan „mótvirðissjóð“, ef svo mætti að orði kveða. Menningarverðmæti verða ekki þegin að gjöf, og sU ein menning, sú ein list, sem við sjálfir sköpum með sveita og tat- um, getur forðað okkur frá að farast í iðuköstum þjóðahafsins og réttlætt um leið tilveru okkar og sjálfstæði. Þeir velsældardagai. sem nú standa yfir og vonandi eru í vændum, með síminnkandi fjarlægðum og sívaxandi samskiptum við aðrar þjóðir, stöðugt batn- andi lífskjörum og auknum kröfum um ýmisleg veraldargæði, niunn því reyna á þolrif íslenzkrar menningar og lífsþrótt íslenzkrar hst-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.