Eimreiðin - 01.05.1964, Page 17
Saga, eftir
Gunnar Gunnarsson
Þá var komin dögun. Og nú
gat hann ekki fundið upp á
neinu fleira að taka sér fyrir
hendur. Það var ekki um annað
að gera en að fara inn.
Hann leit um leið til beljunn-
ar. Það var dimmt í f jósinu, svo
að konan hlaut að hafa sótt lamp-
ann, meðan hann var úti. Hann
lasddist eins og óbótamaður inn
göngin, en nam staðar fyrir fram-
an baðstofuhurðina.
Og þar heyrði hann það, sem
hann hafði óttast: gráthljóð
heggja barnanna. Drengurinn
litli og telpan grátbændu
niönnnu sína um mat-mat-mat.
Og þarna stóð karlmennið
niikla og skalf, ráðalaus. Inn á
við grét hann sjálfur, eins og
barn, úrræðalaus og örvilnaður.
Og hann fann ekki sinn eiginn
sult. Eða hann sameinaðist sorg-
inni.
Hann heyrði hughreystingar-
orð konu sinnar: „Þegar kýrin er
búin að éta og drekka, fer ég að
m jólka hana. Verið þið nú róleg
á meðan.“
En það var örvæntingarhreim-
ur í röddinni.
Þá þyrmdi yfir hann vonleysið.
Hann skjögraði fram í dyrakof-
ann. Seildist eftir einhverju, sem
stungið var þar í bitakverk. Og
rakti utan af skurðarhnífnum
strigareim, er átti að verja hann
ryði.
Um annað var ekki að velja.
Hann varð að slátra kúnni.
Mjólkurlöggin úr henni gerði
ekki nándarnærri að hrökkva
handa honum, konunni og börn-
unum. Fengju þau ekki annað,
mundi ekki líða á löngu, að þau
færust úr hungri. En hve lengi
mundi þá kýrin endast þeim?
Kaldur sviti angistar og ör-
væntingar stóð í dropum á enn-
inu á honum. Og hvað eftir ann-
að mælti hann fyrir munni sér:
„Guð h jálpi mér — guð hjálpi
mér — guð hjálpi mér.“
Hann stakk hnífnum aftur í
bitakverkina og fór inn. Börnin
þögnuðu um leið og hann opn-
aði baðstofuhurðina. Konan leit
á hann. Hún var stóreyg og brún-
eyg, fölleit og mögur. Augu
þeirra mættust. Hann leit und-
an og settist hljóður. Þau sátu