Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 32

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 32
120 EIMREIÐIN Jón fór aftur til New York til þess að reyna að fá styrk til farar- innar og ókeypis fargjald. Um þessar mundir voru republicanar við völd og deildu demo- kratar rnjög á þá og Grant forseta fyrir þá heimsku að kaupa Alaska, þetta ísiþakta land norður við heimskaut. Jón tók nú það ráð að ganga á fund Grants forseta og leggja beiðni íslendinga fyrir hann. Sennilega mun forsetanum hafa orð- ið starsýnt á þennan glæsilega unga mann — ljóshærðan, yfir sex fet á hæð, kunni rnörg tungumál auk latínu og grísku, kurteis og fyrir- mannlegur. Og hann kom frá ísalandi sem einnig var norður við heimskaut. Ef að þjóðbræður hans gætu hagnýtt sér landsvæði i Alaska yrðu ámæli andstæðinga stjórnarinnar kveðin niður. Jón fékk ferðastyrkinn og lét forsetinn þeim sendimönnunum í té flutning með heræfingaskipi sem lá ferðbúið í San Francisco. Var það seglskip og hafði 18 fallbyssur og yfir 200 manns. Jón sneri aftur til Milwaukee sigri hrósandi og var þar viðstadd- ur þjóðhátíðina 2 .ágúst 1874, fyrsta og frægasta íslendingadaginn hér í álfu og flutti ræðu fyrir minni íslands, er var fagnað með margföldu fagnaðarópi. Þeir félagar komu til San Francisco. Þaðan voru þeir 24 daga i hafi þar til þeir sáu land og viku síðar lenti skipið við Cooks Bay, og síðar farið til Koidak eyja. Leizt þéim vel á landið sem þeir skoðuðu. Páll og Ólafur höfðu vetursetu í Kodiak, en jón fór aftur til baka með skipinu og hélt svo beina leið til New York, samdi hann þar skýrslu þá er þeir félagar lögðu fyrir stjórnina og fóru um leið fram á styrk til landnámsins. Voru þeir sannfærðir um að í Kodiak væri um hið ákjósanlegasta nýlendusvæði að ræða. Um jól fór Jón Ólafsson til Washington og beið þess að málið yrði lagt fyrir Congress. Sneri bann þar skýrslu sinni á íslenzku — Alaska, lýsing á landi og landkostum og var bæklingurinn gefinn út í Washington 1875. Það er frá Congress að segja, að þingmenn eyddu mestu af tím- anum í þrætur um frumvarp um eftirlaun hermanna úr þrælastríð- inu svo að önnur mál komust ekki að og þá ekki heldur Alaska- málið. Jóni mun hafa leiðzt þóf þetta, enda voru nú íslendingar að verða fráhverfir Alaska 1875, og hvarf hann til íslands í maí um vorið og var þá Alaska-málið úr sögunni. Enginn vafi er á því, að Jón Ólafsson var einlægur í þessu máli,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.