Eimreiðin - 01.05.1964, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
125
að ekki kæmu erfðahneigðir til, enda kennir þess mjög í fari Þór-
odds. Frá blautu barnsbeini er honum landið í öllum þess fjöl-
breytilegu myndum, saga þjóðarinnar forn og ný, bókmenntir henn-
ar frá fornum goðmálum og Eddu stefjum til frelsis- og ættjarðar-
Ijóða nýbókmenntanna, margslunginn, lifandi heimur, handgeng-
inn og raunverulegur. í þessum jarðvegi standa ræturnar að skáld-
skap Þórodds og bókmenntaáhuga. En þar sem svo er í pottinn
búið, má ekki vænta þess að hitta Þórodd á ritvellinum í fylking-
ararmi skrípitrúða og tildurmenna, sem telja sig standa að endur-
fæðingu íslenzkrar 1 jóðlistar og ritsnilldar, án þess að merkt verði,
að þeir hafi veður haft af list eða snilld, hvorki íslenzkri né er-
lendri og þaðan af síður umkomnir þess að skapa hana. Hafa þau
ærsl nti gengið um hríð með þeim eina sýnilega árangri, að þeim
virðist fara fremur fækkandi, sem áræða að kaupa bók sér til hug-
bótar og yndis, enda fullkomin vorkunn. En Þóroddi hefur auðnast
að halda þannig á penna sínum, að hann á engan þátt í því, að gera
fólkið á íslandi afhuga bókinni, slík brögð, sem að því kunna að
vera. Hefur hann þannig orðið nýtur verkmaður á jreim akri, sem
bókmenntamenn genginna kynslóða hafa erjað með sæmd.
Þóroddur Guðmundsson er Jægar orðinn allafkastamikill rit-
böfundur í bundnu máli og óbundnu. Hann hefur ritað smásögur,
!jðð, sæg ritgerða og greina, annast ritstjórn og útgáfur. Skal hér
aðeins stuttlega getið hins helzta:
Fyrsta bók Þórodds kom út 1943, smásagnasafnið Skýjadans.
Síðan hver af annarri: Villijlug, ljóð 1946, Guðmundur Friðjóns-
son, ævi hans og störf, 1950; Anganþeyr, ljóð, 1952; Úr Vesturvegi,
ferðasaga, 1953; Sefafjöll, ljóð, 1954; Þýðingar d Ijóðum eftir
William Blake, 1959; Sólmdnuður, ljóð, 1962; auk þess ýmsar smá-
sögur í tímaritum. Þá hefur hann og gefið út nokkur bindi í rit-
safni föður síns ásamt Guðmundi G. Hagalín rithöfundi og Tiu
úrvalssögur eftir Guðmund Friðjónsson. Þá var hann og ritstjóri
Arsrits Laugaskóla 1934—35, Viðars, ársrits íslenzkra héraðsskóla
1936—38 og Eimreiðarinnar 1959. Ótalinn er Ji;'t sægur ritgerða um
bin marg-víslegustu efni, einkum ritdómar og bókmenntaþættir.
ðíinnisstæðast af því tagi er mér aldarminning Stephans G. Stephans-
sonar í Skírni 1953, ritgerð um íslenzka nútímahöfunda og bók-
Rienntir eftir 1930 í Eimreiðinni 1954 og ETm strauma og stefnur í
■slenzkum nútímabókmenntum í sama riti árið eftir, snjallar rit-