Eimreiðin - 01.05.1964, Síða 49
EIMREIÐIN
137
skeið, en hvarf þó frá því er nálg-
aðist lokapróf. Hann hafði afráðið
að snúa sér að blaðamennsku og
gerðist nú fastur starfsmaður við
stærsta blaðið í Holbæk. Til blaða-
ttiennsku var hann sem kjörinn, og
sambandi hans við dönsk blöð lauk
ekki að fullu, fyrr en með dauða
hans. Yfirmaður lians, ritstjórinn
^er Stavnstrup, lýsir honurn svo,
að hann hafi þá verið kyrrlátur,
prúður og aðlaðandi nngur maður.
Hn einmitt á þessum árum verð-
l*r bylting í sálarlífi Nis Petersen.
Hann hafði lilotið strangkristilegt
uppeldi á borgaralegu heimili með
föstum, rótgrónum venjum. En nú
'ar hann allt í einu kominn í
snertingu við umheiminn. Stríðsár-
tn voru á enda, — tíðarandinn
gegnsýrður af óró og upplausn. Fé-
fagi hans á þessu tímabili ævinnar
var ungur Norðmaður, Johannesen
■tð nafni, gáfaður maður með flakk-
arablóð í æðum, er átti síðar eftir
að rata í mörg ævintýr. Johanne-
sen hafði djúptæk áhrif á þroska-
feril Nis Petersen. Undir hand-
leiðslu þessa manns brauzt hann út
fyrir múra hins borgaralega lífs, en
mnan þeirra hafði honum verið
ætlað að staðfestast. Leiðsögn
ömmu hans, frú Nissen, var nú
lokið. Danski bókmenntafræðing-
urinn, Hans Brix, kemst þannig að
ot'ði um viðskilnað þeirra: „Svo rík
ttök átti þó persónuleiki hennar í
sál hans, að hann skynjaði hið
öreytta lífsviðhorf sitt á stundum
sem synd, fannst hann hafa gerzt
brotlegur. Samvizkan nagaði hann
svo sem skýrt kemur fram í hinu
fagra kvæði hans um liönd hennar
Þannig búinn var Nis Petersen löng-
um á ferðum sinum.
(St0v, nefndi hann kvæðið), er
hann orti um hana látna.“
Eftir þriggja ára blaðamennsku
í Holbæk kvaddi Nis Petersen stað-
inn. Brottförin minnti helzt á
flótta. Þrátt fyrir áðurgreint álit
Per Stavnstrup hafði hann um það
er lauk orðið hinum betri borgur-
um í Holbæk ærin hneykslunar-
hella með líferni sínu. Borgarinn,
Nis Petersen, var horfinn úr sög-
unni, en skáklið komið fram á
sjónarsviðið.
Leið hans lá nú til Kaupmanna-
hafnar, en þar hugðist hann leita
sér frekari frama sem blaðamaður.
Sú tilraun fór þó með öllu út um