Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 51

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 51
EIMREIÐIN 139 titilinn hafði hann að hætti fyrri tiðar skálda falið nafn sitt, enda tttun titillinn fyrst og fremst eiga v‘ð sjálfan liann. Þessi ljóð voru avöxtur undangenginna ára, er itann hafði flakkað um án heim- kynnis, oft umluktur myrkri líkt °g leðurblakan. Árið 1930 birtist fyrsta verk hans 1 óbundnu máli, söguleg skáldsaga ifá Róm á keisaratímanum, er hann nefndi Sandalmagernes gade. Með þeirri bók hafði hann tryggt ■ser öruggt sæti á skáldabekknum. °g nú rak hver Ijóðabókin aðra: hn drift vers (1933), Til en dronn- ing (1935), Stykgods (1940). Á síð- Ustu árum sneri hann sér að smá- sagnagerð. Á því listformi náði hann slíku valdi, að honum hefur verið líkt við meistarann Blicher. hin af smásögum Nis Petersen, er gerist á Færeyjum, Jarteiknin i Kosá, er nú talin meðal sígildra, clanskra smásagna. A námsárum sínum í Nakskov liafði Nis Petersen eignast þann förunaut, er reyndist honum fylgi- samur æ síðan, en það var Bakkus. Sú vegferð varð löng og ströng, og öllu oftar var það förunauturinn, er réð dagleið og áfangastað. Hver var orsök slíkrar undanlátssemi af uálfu manns, sem hlotið hafði náð- argáfu að vöggugjöf, en var þar að auki flestum mönnum auðugri af heilbrigðri skynsemi? Var orsökin su, eins og einn ritskýrandi getur til, að hann hafði hafnað guðum íeðra sinna? Eða undi hann ekki Venjulegum geðhrifum? Þessu mun Uaumast verða svarað. Hitt er stað- reynd, að þetta glæsilega skáld, sem rúmlega þrítugur hafði sigrað þjóð sína, missti fótfestuna, þegar frægð og velgengni blasti við honum. I fátækt og auðnideysi haíði andi hans skírzt, en meðbyrinn þoldi liann ekki. Hann sökkti sér niður í taumlaust svall og óreglu og var livað eftir annað lagður inn á taugahæli. Sökum drykkjuskapar varð hann einnig viðskila við fyrri konu sína, Ellen Malberg. — Síð- ustu æviárin átti Nis Petersen heima í litlu þorpi á Jótlandi ásamt síðari konu sinni, Anne Elisabeth Staggemeyer, og þar and- aðist hann 9. marz 1943. Bana- mein hans var krabbamein í lifr- inni. í hópi danskra skálda á fyrra helmingi þessarar aldar ber Nis Petersen hátt. Hann er sérstæður — einstæður — líkt og fjallið, sem Klettafjallaskáldið kveður um. Oft næddi svalt um hann á lífsleiðinni. Hann átti sér að vísu sterka aðdá- endur, en þeir menn fyrirfundust einnig, er vildu naumast viður- kenna liann í tölu skálda sakir lifnaðarhátta lians og vafasamrar meðferðar á danskri tungu. En þessi maður orti ljóð, sem munu lifa. í þeim birtist skap hans, ríkt, óstýrilátt, sem býður harðneskju lífsins byrginn, en hlýnar við bros smábarnanna. Stíll Nis Petersen einkennist af líkingum hans, frumlegum, hnyttn- um, stundum allt að því grófum, þær missa aldrei marks. Hann víl- aði ekki fyrir sér að grípa til orða og orðasambanda, sem áður höfðu vart komizt í kynni við prentsvert-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.