Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 57

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 57
Dr. Richard Beck: Ævi og afrek þjóðskáldsins á Bægisá Umsögn og nokkrar athugasemdir Þegar ég var heima á íslandi sumarið 1954, naut ég þeirrar ánægju að hlýða á prýðilegt synod- userindi séra Sigurðar Stefánssonar v'ígslubiskups um séra Jón Þorláks- s°n á Bægisá. Síðar barst mér til eynia, að séra Sigurður væri að semja ævisögu séra Jóns, og var niér það harla kærkomin frétt, því að ég hefi lengi haft miklar mætur a séra Jóni og skáldskap hans, enda samdi ég á sínum tíma, eins og kunnugt er, doktorsritgerð mína í Cornell um þýðingar hans úr ensku máli. Hlakkaði ég til þess, er á prent kæmi ævisaga þjóðskáldsins á Bægisá eftir séra Sigurð, og var það að sama skapi fagnaðarefni, Og enn segir Estrid Prior: „Það var eins og ytri athafnir hans og franikoma, er svo oft ollu hneyksli, næðu ekki til lians innra manns, stæðu ekki í sambandi við hann. Innst inni hafði hann varðveitt Þreinleik og auðmýkt hjarta síns. " Þetta var leyndardómurinn við Nis Petersen — manninn og skáld- ið.“ þegar hún kom út síðastliðið haust. Hef ég lesið hana mér til mikillar gleði og fróðleiks, en Jiar er um fyrstu ítarlega ævisögu skáldsins að ræða, þó að margt merkilegt og ágætt liafi áður verið ritað um ævi- feril lians og skáldskap, og Jiá sér- staklega ritgerðir Jieirra Jóns Sig- urðssonar forseta og dr. Jóns Þor- kelssonar Jjjóðskjalavarðar. Annars mun flest hið merkasta, sem um séra Jón hefur verið ritað, vera talið í heimildaskrá liöf. ævisög- unnar eða getið í meginmáli henn- ar. Ævisagan ber hið virðulega heiti, Jón Þorláksson, þjóðskáld íslend- inga, og má það vissulega til sanns vegar færa, því að hann var höfuð- skáld íslendinga á sinni tíð, og samtíðarmenn hans enn fremur sæmt hann Jjjóðskáldsheitinu. í inngangskafla bókarinnar, „Öld og umhverfi", lýsir höf. vel og glögglega Jieim menningarlega jarðvegi, sem séra Jón var sprott- inn úr. Þetta er fróðleg aldarfars- lýsing, og getið sérstaklega margra þeirra andans manna, er settu svip sinn á það tímabil. En sjálfur var 10

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.